expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Thursday, January 17, 2013

Bananabrauð með súkkulaði

Bananabrauð með súkkulaði!
 
 
 
Þetta bananabrauð svíkur engann!! það er mjög einfalt og fljótlegt, fyrir utan að það þarf að vera í ofninum í rúma klst. en ég skal lofa ykkur því að það er svooooo þess virði! Því ég bætti smá súkkulaði saman við, já súkkulaði gerir nefnilega kraftaverk, bæði fyrir braðlaukana og sálina!
 
 
 
 
 Innihald:
125 g smjör við stofuhita
175 g púðursykur, dökkur
2 egg
3 bananar (gott að hafa þá brúna)
100 g dökkt súkkulaði
250 g hveiti
½ tsk. sjávarsalt
2 tsk. lyftiduft
1 kúfuð tsk. kanill
 
Aðferð
Hrærið smjöri og sykri saman þangað til það hefur blandast vel saman. Setjið eitt egg í einu og hrærið á milli. Stappið bananana og bætið þeim saman við, hrærið. Blandið saman þurrefnunum og hrærið vel. Því næst setjið þið súkkulaðið saman við, grófsaxað. Smyrjið 1 lítra brauðform eða setjið bökunarpappír ofan í og hellið deiginu í. Bakið í u.þ.b. 1 klst. við 175 gráður.
 
Gott er að borða brauðið með osti og smjöri eða að hætti Mr. Handsome, með heimatilbúnu möndlu- og hnetusmjöri sem hann útbjó sjálfur! Hver veit nema að hann deili því með ykkur fljótlega.
 
 
Ég er einnig að blogga reglulega fyrir www.gottimatinn.is endilega kíkið við á nýjasta bloggið frá mér þar sem ég deili með ykkur uppskrift af M&M bollakökum sem eru tilvaldar í barnaafmælið eða við hvaða tækifæri sem er :)

 
 
 
Kveðja
 
Thelma
 
 
 
 
 
 
 
 
 

No comments:

Post a Comment