expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Tuesday, January 22, 2013

Súkkulaðibitaköku BrownieDagur elskenda er á næsta leiti, 14. febrúar, eða Valentínusardagurinn eins og hann er kallaður. Valentínusardagurinn er amerískur siður en við Íslendingar höfum verið að taka upp þá hefð að fagna honum okkur konunum til mikillar ánægju, þar sem konudagurinn er svo rétt á eftir og því má segja að febrúarmánuður sé algjör dekurmánuður okkar kvenna. Allavega er ég alsæl með þetta fyrir komulag og þetta gefur okkur enn eina ástæðuna til þess að gera eitthvað “sérstakt” saman og brjóta upp vikuna. Ekki veitir af í þessu skammdegi sem við búum við hér á landi sem mér finnst búið að hafa óvenjulega mikil áhrif á mig í þessum dimma janúarmánuði! hvað með ykkur???

 Mér finnst þó þessi dagur ekki aðeins fyrir elskendur heldur horfi ég á þetta sem dag til þess að njóta sín með einhverjum sem manni þykir vænt um, eins og góðum vin, foreldri eða ættingja. 

En ég held ég geti talað fyrir flestar konur að smá "treat" í miðri viku er aldrei leiðinlegt! það þarf þó ekki að vera mikið og því er þessi póstur handa ykkur karlmönnunum! hint, hint.... 
Þessi kaka er sjúklega góð! og það besta við hana er hversu einföld hún er og að allir ættu að geta bakað hana. Hugsið um þetta sem greiða frá mér til ykkar, því ég veit að þið fáið þetta launað einhvernvegin :) Yummy!!


Innihald
 1 pakki Betty Chocolate Chip Cookie Mix
1 pakki Betty Brownie Mix

Aðferð
Blandið hvort mixið fyrir sig eftir leiðbeiningum á pakkanum. Settu Brownie mixið í eldfast ferkantað mót (eða hvaða mót sem er) Blandaðu því næst Chocolate Chip Cookie mixið saman eftir leiðbeiningum á pakkanum og settu eina matskeið hér og þar yfir Brownie mixið.

Bakið í 20-25 mín eða þar til prjónn kemur næstum því hreinn upp úr kökunni

Súkkulaði 

115 g súkkulaði

1 dl. rjómi
2 msk. hunang
2 msk. síróp
1 tsk. vanilludropar

Þegar kakan hefur náð að kólna helliru brædda súkkulaðinu yfir kökuna og setur inn í ísskáp í 30 mín. til þess að leifa súkkulaðinu aðeins að storkna áður en þú skerð kökuna í bita.


Ef þið leggið í þessa köku þá megið þið endilega kommenta hér að neðan og segja mér hernig gekk! :)

p.s. Mr. Handsome fannst þessi svo góð að hann tímdi ekki að fara með hana í vinnuna til að deila með sér!


Verði ykkur að góðu!

Thelma

No comments:

Post a Comment