Þessa glæsilegu köku gerði Harpa Lind Harðardóttir lesandi bloggsins og hún var svo almennileg að deila uppskriftinni með okkur. Mér finnst þessi kaka svo girnilega og glæsileg á veisluborðið! og svo gera berin hana svo ferska! Snilld t.d. í útskriftarveislurnar í sumar!
Takk Harpa fyrir að deila með okkur uppskriftinni :)
Þú bakar einn kókosbotn:
4 eggjahvítur, stífþeyttar
200 g flórsykur, hrærður við
200 g kókosmjöl, sett saman við með sleikju
Bakað við 200 gráður í 25 mínútur.
Súkkulaðikökubotnar 2stk. :
150 g púðursykur
150 g sykur
125 g smjörlíki
þetta er hrært vel saman og 2 eggjum bætt útí, einu í einu.
260 g hveiti
1 tsk. matarsóti
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
40 g kakó
Þurrefnum blandað saman og bætt útí.
2 dl. mjólk.
Bakað í 2 formum við 180 gráður í 19-22 mín.
4 eggjahvítur, stífþeyttar
200 g flórsykur, hrærður við
200 g kókosmjöl, sett saman við með sleikju
Bakað við 200 gráður í 25 mínútur.
Súkkulaðikökubotnar 2stk. :
150 g púðursykur
150 g sykur
125 g smjörlíki
þetta er hrært vel saman og 2 eggjum bætt útí, einu í einu.
260 g hveiti
1 tsk. matarsóti
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
40 g kakó
Þurrefnum blandað saman og bætt útí.
2 dl. mjólk.
Bakað í 2 formum við 180 gráður í 19-22 mín.
Súkkulaðikrem:
500
g flórsykur
60
g kakó
1
stk. egg
80
g smjör, brætt
1
tsk. vanilludropar
1
expressó
Þú
skellir saman botnunum (kókosbotninn í miðjunni) og smyrð vel með kremi á
milli, ofan á og hliðarnar.
ATH.
Ég gerði eina og hálfa uppskrift af kreminu!!!!
Svo
tekur þú marsípan og hrærir við það einni eggjahvítu og flórsykri eftir þörfum.
Gott
er að gera kökuna deginum áður og láta hana standa með marsípaninu inni í
ísskáp áður en þú setur svo 150 g af bræddu suðusúkkulaði yfir og fersk ber í
hrúgu ofan á kökuna.
Best
er að skreyta daginn eftir.
Þú
getur svo notað afskurðinn af marsípaninu til að búa til blóm og setja meðfram
kantinum og ofan á kökuna eins og sést á myndinni .
Það
er svo algjörlega ómissandi að borða þeyttan rjóma með.
Hún
er alveg dísæt þessi!
Njótið
Thelma
No comments:
Post a Comment