expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Wednesday, August 7, 2013

Afmæli Mr.Handsome og nýtt Home and Delicious

þann 1. ágúst átti enginn annar en Mr. Handsome afmæli! já hann varð 29 ára gamall maðurinn! (má maður ekki alveg segja hvað kk eru gamlir??) hann fer allavega að ná mér fljótlega. Við fórum út að borða í tilefni dagsins á tapas barinn og hann var svo heppinn að fá rosa flottan eftirrétt í boði hússins. 


Hann fékk þetta yndislega knús og afmælissöng frá Hildi Emelíu um morguninn, Kristófer var að lúlla hjá afa sín.

Annars er nóg að gera hjá mér þessa dagana, er að leggja lokahönd á bókina sem mun koma út fyrir jól, stútfull af gómsætum freistingum og allar gæðavottaðar af Mr. Handsome!


Ég er búin að vera ótrúlega léleg við það að setja inn nýjar uppskriftir en ætla að bæta úr því þegar við erum öll komin í rútínu á þessu heimili. Guð blessi leikskólann sem byrjar á morgun!

Er svo að vinna í nýrri bloggfærslu fyrir Gott í Matinn, það verður eitthvað mjööög gómstætt sem ég mun deila með ykkur þar.Nýjasta tölublað Home and Delicious er einnig komið út og þar er uppskrift eftir mig sem er alveg sjúklega góð þó svo ég segi sjálf frá :) hægt er að nálgast blaðið hér.Þangað til næst!

Kveðja
Thelma

No comments:

Post a Comment