expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Thursday, June 12, 2014

Tabasco brownie með salthnetum og súkkulaðiglassúr


Ég er algjörlega búin að vanrækja þetta blogg mitt hér það er bara of mikið að gera þessa dagana en ég lofa að bæta mig!! enda er ég með fullan hausinn af uppskriftum og hugmyndum sem mig langar að deila með ykkur.
 
Við fjölskyldan erum líka að fara flytja í næsta mánuði og ég er að deyja úr spenning. Þar verð ég með drauma eldhúsið og það verður gaman að sjá hvað ég mun töfra í því eftir sumarfrí!
Mátti til með að deila þessari uppskrift sem ég gerði fyrir Fréttatímann fyrir nokkru síðan. Þessar kökur slógu algjörlega í gegn, þær eru svo góðar, samt svo skrítnar en eiginlega ávanabindandi....þið verðið bara að prófa!

 
 
Tabasco brownie með salthnetum og súkkulaðiglassúr

 

120 g smjör

400 g sykur

4 egg

2 tsk vanilludropar

80 g  dökkt kakó

120 g hveiti

½ tsk salt

½ tsk lyftiduft

2 msk Tabasco sósa

200 g salthnetur og meira til skrauts

 

Aðferð

Bræðið smjörið í potti, blandið sykri, eggjum og vanilludropum saman við og hrærið vel. Blandið hveiti, kakó, salti og lyftidufti saman í skál og blandið saman við með sleif. Setjið því næst 2 msk Tabascosósu og 200 g saxaðar salthnetur saman við og hrærið vel. Setjið bökunarpappír í meðalstórt bökunarmót og bakið við 180̊  C hita í 25 mínútur eða þar til tannstöngull kemur nokkuð hreinn upp úr miðju kökunnar. Mikilvægt er þó að baka kökuna ekki of mikið því hún á að vera örlítið blaut í sér.

 

Súkkulaðiglassúr

200 g súkkulaði

2 msk síróp

2 msk rjómi

1 tsk vanilludropar

 

Aðferð

Setjið súkkulaði, síróp, rjóma og vanilludropa saman í pott yfir meðalháan hita og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Hellið súkkulaðiglassúrinu yfir kökuna og skreytið með söxuðum salthnetum.

 
Kveðja
Thelma

No comments:

Post a Comment