expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, May 17, 2013

Mr. Handsome´s súkkulaði möndlusmjör!




 Mr. Handsome er búinn að vera gera tilraunir með möndlusmjör síðustu vikur og mér fannst alveg tilvalið að hann myndi bæta við það súkkulaði, ég meina bara súkkulaðið eitt og sér gerir þetta þess virði að prófa ekki satt?? Það góða við möndlusmjörið er að það er hollt og gott. Það er fullkomið með eplum, hrökkbrauði eða bara öllu því sem þér dettur í hug! Mr. Handsome notar að sjálfsögðu möndlurnar frá H-Berg því þær eru bara langbesta, okkur finnst reyndar allar vörurnar þeirra algjört æði! 


Innihald
370 g. möndlur
100 g. dökkt súkkulaði 70%
1 msk. kaldpressuð olía
smá sjávarsalt

Aðferð
Hitið ofninn í 180°C, setjið smjörpappír á bökunarplötu  og dreifið vel úr möndlunum og bakið þær í 6 mín. í ofninum, gott er að hræra í þeim aðeins eftir 3 mín. Það er mjög auðvelt að brenna möndlur og ef það gerist kemur svona hálfgerð popplykt í eldhúsið því er gott að fylgjast mjög vel með þeim og ef ykkur finnst þær vera orðnar of bakaðar þá taki þið þær út. Brenndar möndlur skemma algjörlega smjörið.

Takið möndlurnar út og kælið örlítið. Setjið þær í matvinnsluvél og hrærið þar til möndlurnar eru orðnar af hálfgerðu mauki/smjöri í rúmar 5 mín. 

Bræðið súkkulaðið og olíuna saman í potti yfir meðal lágum hita, hrærið allan tímann á meðan þið hrærið möndlurnar. Þegar súkkulaðið hefur bráðnað alveg bætið því þá saman við möndlurnar og hrærið vel þangað til allt hefur blandast saman. Súkkulaðið þynnir aðeins möndlusmjörið svo ef ykkur finnst það of þunnt þá setji þið það bara aðeins inn í ísskáp og þá þykknar það. Bætið saltinu saman við og hrærið. Setjið súkkulaði möndlusmjörið í krukku og geymið inn í ísskáp. 








Verði ykkur að góðu!

Kveðja
Thelma

No comments:

Post a Comment