expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, May 24, 2013

Fljótlegir Kanilsnúðar

Ég elska uppskriftir sem taka stuttan tíma og uppskriftir sem maður þarf ekki að hafa mikið fyrir heldur. Þessi uppskrift er búin að vera mitt uppáhald lengi og ef mig langar í eitthvað hrikalega gott til að svala sætindaþörfinni þá skelli ég í þessa kanilsnúða á núll einni! og á meðan þeir eru í ofninum geri ég súkkulaðiglassúr sem er einnig mjög fljótlegt og ennþá betra....stundum er bara nóg að gera það bara og borða með skeið! hahahha án gríns ég gerði það stundum þegar ég var ólétt og það var EKKERT til heima því Mr. Handsome átti það til að gera mig mjög vonsvikna stundum. Þegar ég vissi af því að ég átti súkkulaði eða annað nammi upp í skáp, var meira segja búin að opna skápinn til að kíkja hvort það væri ekki alveg örugglega til, sá kassan í hilluna og hugsaði með mér, ok ég á nammi upp í skáp þarf ekki að kaupa neitt í búðinni, kem heim og gríp í tómt!!! Hversu pirrandi getur það verið? og hversu pirrandi getur það verið að grípa í tómt og vera óléttur í þokkabót! Mr. Handsome var ekki mjög vinsæll þegar þetta kom fyrir, svo já ég gerði mér stundum bara glassúr í skál og át það með bestu list og með ískaldri mjólk, mæli með því :)

En þessa kanilsnúða elska allir hérna á heimilinu og best að borða þá heita með lekandi glássúri út um allt  nammmmm! 
innihald

550 gr hveiti
5tsk. lyftiduft
1 dl. (85g) sykur
100 gr. brætt smjör
31/2 dl mjólk

50 gr brætt smjör
sykur og kanil blandað saman (ég nota frekar mikinn kanil og þá aðeins minni sykur)

hitið ofninn í 180 gráður

(ef þú vilt gera gersnúða getur þú sett það í stað lyftidufts, ég er bara svo óþolinmóð og því nota ég lyftiduft, þeir eru alveg jafn mjúkir)

Öllu blandað vel saman og hnoðað vel.

Hægt er að skipta deiginu upp í 2 hluta og fletja út en allt í lagi að gera það í einum hluta. Fletjið vel út, penslið brædda smjörinu vel á deigið og stráið svo kanilsykrinum yfir. Rúllið deiginu vel og þétt upp og skerið svo snúðana ca 1-2 cm stóra.

Setið snúðana á bökunarplötu með smjörpappír og bakið í ca 15- 20 mín eða þangað til þeir eru orðnir ljós gullbrúnir að lit.


Glassúr

1 pakki flórsykur
2-3 msk kakó frekar fullar
2-3 msk tilbúið kaffi (fer eftir því hversu mikið kaffibragð þú vilt fá)
60 gr. brætt smjör
Heitt vatn í restina þangað til kremið er orðið mjúkt og fallegt.


Verði ykkur að góðu

Kveðja

Thelma

1 comment:

  1. Besta uppskriftin er að baka húna núna AS WE SPEAK!

    ReplyDelete