expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Monday, October 28, 2013

Karrýkjúklingasúpa

Þessi súpa er alveg rosalega góð og er ennþá betri daginn eftir! Ég fékk uppskriftina af þessar súpu hjá vinnufélaga mínum og breytti henni aðeins að mínum þörfum. Það sem mér finnst snilldin ein við súpur eru að þær eru svo einfaldar, saðsamar og maður á afgang daginn eftir og daginn eftir og jafnvel daginn eftir og alltaf bragðast hún eins vel.

Snilld t.d. í matarboðið með góðu brauði :)




Karrýkjúklingasúpa fyrir 6-8

3-4 kjúklingabringur
1,5 lítri vatn
2 msk karrý
4 hvítlauksrif
1/2 púrrulaukur
1 rauð paprika
10 gulrætur
1 dós tómatpaste
1 dós skornum tómötum 
250 g rjómaostur
2.5 dl matreiðslurjómi
2 grænmetisteningar (kraftur)
2 kjúklingateningar (kraftur)
1 tsk chilli
salt og pipar
meira karrý ef þarf

Aðferð:


Setjið 2-3 msk af ólífuolíu á pönnu og hitið, skerið kjúklinginn í smáa bita og steikið. Kryddið með salti og pipar og smá karrý og setjið til hliðar.

Setjið ólífuolíu í súpupott og hitið. Skerið niður allt grænmeti og laukana og létt steikið, gott er að setja hvítlaukinn síðast í pottinn því hann á auðvelt með að brenna. Bætið vatninu saman við ásamt grænmetis- og kjúklingakraftinum. Setjið niðurskornu tómatana, tómatpaste, karrýið, chilliið og látið suðuna koma upp. Þegar súpan er farin að sjóða bætið þá rjómaostinum saman við ásamt rjómanum. Mikilvægt er að smakka sig til þegar maður er að gera súpur. Smakkið því súpuna og bætið við hana ef þess þarf, t.d. meira karrý, salt og pipar eða chilli fyrir þá sem vilja hafa hana aðeins sterka. 

Setjið því næst kjúklinginn saman við og látið malla í smá stund. Okkur á heimilinu finnst oft gott að setja smá ost og nachos ofan í súpuna en hún er líka rosalega góð ein og sér og enn betri daginn eftir. 

Njótið 
Thelma

No comments:

Post a Comment