Kristófer var ekkert allt of hress með þetta í morgun fyrr en hann fékk þennan fína læknabúning. Viddi var nefnilega að fara til læknis því hann slasaðist og varð Kristófer að fylgja honum í gegnum það ferli. Það var ótrúlega notalegt upp á spítala enda tekið svo vel á móti manni og frábært fólk sem er að vinna þar. Aðgerðin gekk vel....en Kristófer var ekkert rosalega ánægður þegar hann vaknaði og fattaði að það væri stór plástur á báðum stóru tásunum sínum! Mr. Handsome leið ekkert sérstaklega vel inn á spítala enda þolir hann ekki nálar og grænt fólk út um allt! hahahaha
Sumir dagar eru svo klárlega betri en aðrir, en eftir að hafa verið rúmar 5 klst. upp á spítala í dag var hringt í okkur frá leikskólanum. Barn nr. 2 var búin að stinga stein upp í nefið á sér og sat hann þar fastur. Það tók því Mr. Handsome ekki að fara úr útifötunum því hann þurfti að bruna og sækja barnið og fara upp á heilsugæslu, við Kristófer bíðum svo hér eftir fréttum! Það er aldrei "dull moment in our house" :)
Dr. Kristófer Karl
Við biðum eftir að þeir félagarnir vöknuðu eftir svæfingu....bara í svona 2 tíma!
Svo gott að fá mat loksins og láta mömmu sín mata sig! lúxus!
Við fórum svo heim og að sjálfsögðu fékk Kristófer ís í verðlaun! og svo fórum við og keyptum okkur kókómjólk og prinsakex, það er í algjöru uppáhaldi hérna. Það var einstaklega gaman að kaupa kókómjólkina í dag því núna er Jólaleikur Klóa í gangi og er bókin mín Freistingar Thelmu á meðal verðlauna í leiknum ! Svo ég hvet ykkur til að kaupa six pack af kókómjólk og taka þátt í jólaleiknum og þið gætuð unnið glæsileg verðlaun :)
Það styttist í það að bókin komi út!
það eru 50 stk af bókinn í verðlaun í jólaleik Klóa :)
Um helgina ætla ég að baka nokkrar nýjar tegundir af jólasmákökum sem ég mun deila með ykkur á Gott í Matinn heimasíðunni :)
Aðeins rúmar 7 vikur til jóla!!! :)
þangað til næst
Thelma
No comments:
Post a Comment