expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Thursday, November 7, 2013

Heimsókn á spítalann

Í dag fórum við með Kristófer í aðgerð á tásunum. Hann er víst með "gallaðar" táneglur, eða neglurnar eru of stórar miðað við tástæðið og því þurfti að rífa þær af og rífa rætur naglanna sitt hvoru megin til þess að minnka þær. Bless bless inngrónar tásuneglur hjá okkar manni!!

Kristófer var ekkert allt of hress með þetta í morgun fyrr en hann fékk þennan fína læknabúning. Viddi var nefnilega að fara til læknis því hann slasaðist og varð Kristófer að fylgja honum í gegnum það ferli. Það var ótrúlega notalegt upp á spítala enda tekið svo vel á móti manni og frábært fólk sem er að vinna þar. Aðgerðin gekk vel....en Kristófer var ekkert rosalega ánægður þegar hann vaknaði og fattaði að það væri stór plástur á báðum stóru tásunum sínum! Mr. Handsome leið ekkert sérstaklega vel inn á spítala enda þolir hann ekki nálar og grænt fólk út um allt! hahahaha

Sumir dagar eru svo klárlega betri en aðrir, en eftir að hafa verið rúmar 5 klst. upp á spítala í dag var hringt í okkur frá leikskólanum. Barn nr. 2 var búin að stinga stein upp í nefið á sér og sat hann þar fastur. Það tók því Mr. Handsome ekki að fara úr útifötunum því hann þurfti að bruna og sækja barnið og fara upp á heilsugæslu, við Kristófer bíðum svo hér eftir fréttum! Það er aldrei "dull moment in our house" :)

Dr. Kristófer Karl

Við biðum eftir að þeir félagarnir vöknuðu eftir svæfingu....bara í svona 2 tíma!

Svo gott að fá mat loksins og láta mömmu sín mata sig! lúxus!

Við fórum svo heim og að sjálfsögðu fékk Kristófer ís í verðlaun! og svo fórum við og keyptum okkur kókómjólk og prinsakex, það er í algjöru uppáhaldi hérna. Það var einstaklega gaman að kaupa kókómjólkina í dag því núna er Jólaleikur Klóa í gangi og er bókin mín Freistingar Thelmu á meðal verðlauna í leiknum ! Svo ég hvet ykkur til að kaupa six pack af kókómjólk og taka þátt í jólaleiknum og þið gætuð unnið glæsileg verðlaun :)


Það styttist í það að bókin komi út! 

það eru 50 stk af bókinn í verðlaun í jólaleik Klóa :)


Um helgina ætla ég að baka nokkrar nýjar tegundir af jólasmákökum sem ég mun deila með ykkur á Gott í Matinn heimasíðunni :) 

Aðeins rúmar 7 vikur til jóla!!! :)

þangað til næst
Thelma

No comments:

Post a Comment