Við fjölskyldan erum meira fyrir vatnsdeigsbollurnar en það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og hér koma því nokkrar uppskriftir sem ég mæli með að þið prófið. Allar uppskriftirnar eru gæðavottaðar af Mr. Handsome :) Njótið!
Vatnsdeigsbollur með sultu, jarðaberjarjóma og sítrónuglassúr
Ca. 15 bollur
Innihald
2 dl vatn
100 g smjör
2 dl hveiti
1/4 tsk salt
3 egg
Aðferð
Sjóðið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið hefur bráðnað. Blandið hveitinu og saltinu saman við og hrærið rösklega þar til deigið sleppir pottinum og myndar kúlu úr deiginu. Takið pottinn af eldavélinni, setjið deigið í aðra skál og látið kólna örlítið. Þegar deigið hefur náð stofuhita er eggjunum bætt saman við, einu í senn og hrært varlega á milli með hrærivél. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið því á plötuna með jöfnu millibili. Bakið við 200 gráðu hita í 20 mínútur, passa þarf að opna ofninn alls ekki fyrstu 15 mínúturnar af bakstirnum. Látið bollurnar kólna alveg áður en sett er á þær.
Skerið toppinn af bollunum, setjið jarðaberjasultu í botninn á bollunni ásamt jarðaberjarjóma. Lokið bollunni og setjið sítrónuglassúrið ofan á hverja bollu. Skreytið með niðurskornum jarðaberjum af vild.
Jarðaberjarjómi
½ lítri rjómi
Ca 10 stór jarðaber
Aðferð
Þeytið rjómann þar til hann stendur. Setjið jarðaberin í matvinnsluvél og hakkið þar til þau hafa maukast alveg. Blandið þeim saman við rjómann og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
Sítrónuglassúr
Innihald
100 g hvítt súkkulaði
4 msk rjómi
200 g flórsykur
1 tsk sítronudropar
Heitt vatn
Aðferð
Bræðið súkkulaðið í potti yfir lágum hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Bætið rjóma saman við ásamt flórsykri og hrærið vel. Setjið heitt vatn saman við þar til glassúrið er orðið slétt og fínt, passið að setja aðeins lítið í einu og hræra svo vel á milli. Þið getið svo bætt við meira af vatni eftir því hversu þykkt þið viljið hafa glassúrið. Bætið því næst sítrónudropunum saman við og hrærið vel.
Kanilbollur með
Hnetu nizza, saltaðri karamellu og salthnetum
Ca 15 bollur
Innihald
350 g hveiti
40 g sykur
1 tsk salt
1 tsk kanill
12 g ger
3 egg og 1
eggjarauða
(eggjahvítan er
notuð til að pensla bollurnar)
70 ml volgt vatn
150 g smjör við
stofuhita
Aðferð
Hitið ofninn í
180 gráðu hita og setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Setjið allt hráefnið í
hrærivél og hnoðið með hnoðaranum í rúmar 20 mínútur á meðal hraða. Deigið ætti
að vera orðið mjúkt og fínt. Setjið deigið í aðra skál, setjið plastfilmu yfir
og látið lyfta sér í klukkustund. Hnoðið deigið örlítið í höndunum með smá
hveiti. Myndið jafnstórar bollur úr deiginu, eins stórar og þið viljið og raðið
á bökunarplötuna með jöfnu millibili. Einnig er gott að setja hverja bollu
fyrir sig í möffinsform. Penslið toppinn á bollunum með eggjahvítunni og stráið
yfir þær kanilsykri. Látið bollurnar lyfta sér í 15 mínútur til viðbótar áður
en þið setjið þær inn í ofn. Bakið bollurnar í 10-15 mínútur eða þar til þær
eru orðnar gullbrúnar að lit. Kælið bollurnar aðeins áður en þið setjið á þær.
Skerið bollurnar
í tvennt. Smyrjið neðri hluta bollunnar með Hnetu Nizza. Þeytið rjómann þar til
hann stendur og setjið 1-2 msk af rjóma á milli. Setjið saltaða karamellu ofan
á hverja bollu á samt grósöxuðum salthnetum.
Söltuð karamella
Innihald
100 g Pipp með
karamellufyllingu
4 msk rjómi
½ tsk sjávarsalt
Aðferð
Bræðið Pipp með
karamellufyllingu í potti yfir lágum hita ásamt 4 msk af rjóma og salti. Hrærið
þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.
Heitt Hnetu
nizza með saltaðri karamellu og salthnetum
Fyrir 2-4
Innihald
4 dl mjólk
5 msk (kúfaðar)
Hnetu Nizza
100 g Pipp með
karamellufyllingu
½ tsk salt t.d. frá Norðursalt
¼ lítri rjómi
Salthnetur
Aðferð
Setjið mjólkina í
pott og hitið yfir meðalháum hita. Þegar mjólkin er farin að sjóða setjið þá
Hnetu nizza saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Látið
sjóða í smá stund og setjið svo til hliðar. Bræðið Pipp með karamellufyllingu í
potti yfir lágum hita ásamt 4 msk af rjóma og salti. Hrærið þar til súkkulaðið
hefur náð að bráðna alveg. Hellið kakóinu í bolla, þeytið restina af rjómanum
og setjið 2 msk af rjóma ofan á kakóið ásamt brædda Pippinu. Skreytið með
salthnetum af vild.
Leyndardómsfullar sælgætis bollur með nóa kropp og
bananapipp.
Gerbollur
Ca 15 bollur
12 g ger
75 g smjör
240 ml mjólk
1 ½ tsk kardimommudropar
¼ tsk salt
3 msk sykur
375 g hveiti
1 egg til að pensla yfir bollurnar
Aðferð:
Setjið smjörið í pott og bræðið yfir meðalháum
hita, bætið mjólkinni og kardimommudropum saman við og hitið örlítið, blandan á
að vera aðeins heitari en stofuhiti. Hellið blöndunni í skál og blandið gerinu
saman við, hrærið þar til gerið hefur leysts upp að mestu. Blandið hveiti, sykri
og salti saman í skál og setjið saman við smátt og smátt í einu. Hrærið þar til
allt hefur blandast vel saman. Deigið á að vera örlítið blautt í sér. Hnoðið
deigið ofan í skálinni og setjið blautt viskastykki yfir skálina og látið
deigið hefast í 45 mínútur.
Takið deigið úr skálinni, setjið hveiti á borðið
og hnoðið. Skiptið deiginu niður og myndið litlar bollur, hver bolla er ca 40 g
eða stærri. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og raðið bollunum á hana, setjið
viskastykki yfir þær og látið hefast í aðrar 45 mínútur. Létthrærið egg og
penslið því yfir hverja bollu, bakið við 225 C hita í 7-9 mínútur, bökunartími
fer þó eftir stærð bollanna. Látið bollurnar kólna alveg áður en sett er á þær.
Skerið toppinn af bollunum og myndi holu í
neðri hluta þeirra. Grófsaxið bananapipp og setjið ofan í holuna, setjið 1-2
msk nutellarjóma og nóakropp. Setjið 1 msk af súkkulaði ofan á bolluna og
skreytið með grófsöxuðum saltstöngum.
Gerbollur eru alltaf bestar samdægurs.
Sælgæti
200 g bananapipp
100 g nóa kropp
Saltstangir grófsaxaðar
Nutellarjómi
250 ml rjómi
4 msk nutella
Þeytið rjómann þar til hann er næstum því full
þeyttur, setjið nutella saman við og hrærið þar rjóminn stendur.
Konsum súkkulaði
100 g konsum dökkt súkkulaði
3 msk rjómi
2 msk síróp
Setjið súkkulaði og rjóma saman í pott og
bræðið yfir lágum hita, bætið sírópi saman við og hrærið þar til súkkulaðið
hefur bráðnað alveg. Gott er að láta súkkulaðið standa aðeins til að það
þykkni.
Vatnsdeigsbollur með jarðaberjarjóma og súkkulaðiperlum
Ca. 15
bollur
2 dl
vatn
100 g smjör
2 dl hveiti
1/4 tsk salt
3 egg
100 g smjör
2 dl hveiti
1/4 tsk salt
3 egg
Sjóðið
vatn og smjör saman í potti þar til smjörið hefur bráðnað. Blandið hveitinu og
saltinu saman við og hrærið rösklega þar til deigið sleppir pottinum og myndar
kúlu úr deiginu. Takið pottinn af eldavélinni, setjið deigið í aðra skál og
látið kólna örlítið. Þegar deigið hefur náð stofuhita er eggjunum bætt saman
við, einu í senn og hrært varlega á milli með hrærivél. Setjið smjörpappír á
ofnplötu. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið því á plötuna með jöfnu
millibili. Bakið við 200 gráðu hita í 20 mínútur, passa þarf að opna ofninn
alls ekki fyrstu 15 mínúturnar af bakstirnum. Látið bollurnar kólna alveg áður
en sett er á þær.
Skerið
toppinn af bollunum, setjið súkkulaðiperlur í botninn og 1-2 msk af
jarðaberjarjóma. Setjið 1 msk af glassúr ofan á bolluna og skeytið með
súkkulaðiperlum.
Sælgæti
Súkkulaðiperlur
Jarðaberjarjómi
250 ml rjómi
100 g jarðaber
Stífþeytið rjómann, maukið jarðaberin í
blandara eða matvinnsluvél og hrærið varlega saman við rjómann með sleif.
súkkulaðiglassúr
250 g flórsykur
3 msk konsum kakó
30 g smjör bráðið
2 msk kaffi (má sleppa)
4 msk heitt vatn
Blandið flórsykri og kakói saman í skál.
Bræðið smjörið, hellið því saman við og hrærið vel. Setjið 2 msk af heitu kaffi
saman við ásamt heitu vatni og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
Hægt er að bæta heitu vatni saman við þar til rétt þykkt á glassúrinn hefur
náðst.
Ekta heitt konsum súkkulaðikakó
Innihald
40 g konsum kakó
150 g sykur
¼ tsk salt
1 dl vatn
8 dl mjólk
Toppur
Þeyttur rjómi og súkkulaðispænir
Aðferð
Blandið kakói, sykri og salti saman í pott.
Sjóðið vatn í örbylgju eða öðrum potti, hellið því saman við kakóblönduna og
hrærið. Hrærið í rúmlega 2 mínútur eða þar til örlítil suða kemur upp. Blandið
mjólkinni saman við og hrærið vel saman við. Hitið þar til nægilega heitt.
Berið fram með þeyttum rjóma og súkkulaðispónum.
Gleðilegan bolludag!
Njótið
Thelma
No comments:
Post a Comment