expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Thursday, April 11, 2013

Glútenlaust bananabrauð með sólblómafræjum

Mr. Handsome er búinn að vera svo slæmur í maganum greyið og er hættur að drekka kaffi og taka alla mjólkurvörur út til þess að átta sig á því hvað þetta er hjá honum. Mín greining er sú að hann sé búinn að óverdósa af smjörkremi og smakki í eldhúsinu hjá mér...úps! En vonum nú samt að hann jafni sig fljótt því það eru margar uppskriftir sem ég á eftir að prófa og hann ÞARF að smakka! annars óska ég eftir nýjum smakkara í afleysingar á meðan á þessu ástandi stendur.

Ég skellti í bananabrauð fyrir hann sem hann gaf mjög góða dóma! litli bróðir Mr. Handsome gat varla hætt að borða og sagði að þetta væri bestsa brauð sem hann hefur smakkað og ég ætla sko að trúa því :) 

Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta verulega flókið, ég er svo vön að nota mjólk og smjör í allt sem ég geri og mér fannst ég hálf heft að þurfa að búa til eitthvað svona brauð, en það heppnaðist vel svo ég mæli með að þið prófið. Ég er þó með sykur í því, en ég er bara ekki þessi hollustu týpa en er að vinna í því :)


Innihald

100 g. ljós púðursykur
3 egg
3 vel þroskaðir bananar
250 g. grófmalað spelt
1.5 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. maldon salt
1 tsk. kanill
100 g. sólblómafræ 
3 msk. kaldpressuð jónfrúarolía

Stiltu ofninn á 170°c

Settu púðursykurinn í skál og bættu einu og einu eggi saman við í einu og hræru vel á milli. Stappaðu bananana og bættu þeim saman við og hrærðu vel. Blandaðu saman öllum þurrefnunum og bættu þeim smá og smá saman við í einu. Hrærðu léttilega saman, passaðu að hræra ekki of mikið svo brauðið verði ekki of seigt. Hrærðu sólblómafræin saman við með sleif og settu eldfast mót. Gott er að setja smjörpappír ofan í mótið svo auðveld sé að taka brauðið úr því. Settu svo slatta af sólblómafræjum ofan á brauðið og inn í ofn í 1 klst. 

Gott með hnetusmjöri eða möndlusmjöri :)


Njótið
Thelma

3 comments:

  1. Vildi bara láta þig vita að spelt er ekki glútenlaust - þannig að þetta er ekki glútenlaust brauð ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. já ég verð að breyta þessu :) það er auðvitað smá glúten í spelti, takk fyrir ábendinguna! Ég er sko ekki sérfræðingur í svona hollu fæði eins og sést á því sem ég baka hahahaha.

      Delete