expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, December 21, 2018

Oreo kossarHrikalega einfaldir og góðir Oreo kossar sem ekki þarf að baka og taka nánast enga stund!! Lofa því að þið getið komið einhverjum á óvart með þessum kossum!Oreo kossar

3 eggjahvítur
170 g sykur
½ tsk vanilludropar
16-20 stk Oreo kexkökur
300 g dökkt súkkulaði

Aðferð

Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan verður stíf og stendur. Setjið vanilludropa saman við og hrærið vel. Raðið Oreo kexkökum á plötu og sprautið marengsinum á hverja köku fyrir sig, t.d. með sprautustút nr. 1M. Látið marengsinn standa aðeins þar til hann er orðinn þurr viðkomu. Bræðið súkkulaði í potti yfir vægum hita og dýfið hverri köku fyrir sig ofaní, gott er að setja kökurnar á ofngrind svo að súkkulaðið geti lekið af kökunum. Látið súkkulaðið storkna utan á kökunum og borðið. Geymið í kæli.No comments:

Post a Comment