expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Wednesday, January 23, 2013

Barna afmæli


Þessi litli englabossi hennar mömmu sín verður 4 ára núna í febrúar. Ég er eitthvað voðalega að vandræðast með hvaða þema ég á að hafa í afmælinu hans, yfirleitt er ég búin að plana það með miklum fyrirvara og föndra og skreyta fyrirfram, en ég er einhvern vegin ekki að komast í gang núna. Öll ráð vel þegin???


Hérna er afmæliskakan hans síðan í fyrra, mun einfaldari en hún lítur út fyrir að vera!

Ég er búin að vera skoða á netinu  og leita að hugmyndum og fann þessa snilldar hugmynd af köku af Gamla gamla eins og Kristófer kallar hann, eða gamla krók eins og hann heitir í raun, algjör snilld frá Bakerella fyrir ykkur sem eigið börn sem halda upp á cars.Hérna eru ítarlegar leiðbeiningar hvernig á að gera þessa flottu köku! það  má einnig finna fullt af fleiri flottum hugmyndm og uppskriftum á þessar síðu. 

Kveðja 
Thelma

No comments:

Post a Comment