Ef þú vilt slá í gegn í Eurovisionpartýinu þá skaltu skella í þessa köku! Ég fór með tvö stk. í vinnuna í dag og þær voru ekki lengi að klárast. Uppskriftin er einföld og frekar fljótleg. Rjóminn er silkimjúkur með súkkulaðibragði á móti stökkum Snickersbitum, hnetusmjöri og súkkulaðisírópi. Þessi sendir þig alla leið til tunglsins og til baka!!
Snickers Marengskaka
Innihald
Marengsbotnar
3 eggjahvítur
180 g sykur
½ tsk lyftiduft
70 g Rice Krispies
Toppur
½ lítri rjómi
1 ½ msk kakó
2 msk flórsykur
200 g snickers
50 g hnetusmjör (creamy)
súkkulaðisíróp
Aðferð
Hitið ofninn í 150 gráðu hita (með blæstri) og setjið
smjörpappír á bökunarplötu. Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til
marengsinn verður stífur og stendur. Setjið lyftiduft saman við og hrærið vel.
Blandið Rice Krispies saman við og hrærið léttilega með sleif þar til allt
hefur blandast vel saman. Myndið hring á bökunarpappírinn og bakið í miðjum
ofni í rúmlega 50-60 mín. eða þar til marengsinn er þurr viðkomu.
Látið marengsinn kólna alveg áður en þið takið hann af
bökunarplötunni. Þeytið rjóma þar til
hann er stífur og stendur, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið. Sigtið
saman við flórsykur og kakó og hrærið vel saman við. Setjið rjóman ofan á
botninn og dreifið vel úr honum, sigtið smá kakó yfir rjómann með sigti. Skerið
snickersið í grófa bita og setjið ofan á rjómann. Setjið hneturmsjörið í skál
og inn í örbylgjuofn í rúmar 10-15 sec. eða þar til það verður mjúkt og auðvelt
er að sprauta því úr sprautupoka. Setjið hnetusmjörið í sprautupoka, klippið
lítið gat á pokann og sprautið því jafnt yfir kökuna ásamt súkkulaðisírópinu.
Fyrir þá sem vilja ekta súkkulaði er hægt að bræða 100 g af dökku súkkulaði og
sletta yfir. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram. Best era ð setja á
botninn deginum áður.
No comments:
Post a Comment