expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Thursday, April 21, 2016

Tómatpasta með kjúkling og brokkolí

Gerði þetta snilldar pasta um daginn sem sló heldur betur í gegn. Það er mjög fljótlegt, einfalt og bragðgott. Pastað frá Jamie Oliver er einstaklega gott! og það sem er einnig gott við það er það að sósan festist einhvernvegin betur við sem er alltaf kostur.

Mæli með þessu kjúklingapasta fyrir kvöldið og um að gera að skella kjúklingum á grillið því það gerir gæfumuninn !



Tómatpasta með kjúkling og brokkolí


Innihald
3-4 kjúklingabringur
500 g Jamei Oliver tagliatelle nests
2 msk olive olía
2 stk laukar
1 stk hvítlaukur
1 dós Jamie Oliver Tomato & Ricotta pastaSósa
2 dl matreiðslurjómi
20 g parmesan ostur
2 msk  Jamie Oliver Chilli & Garlic pesto
Salt, pipar og chillipipar
1 haus af brokkolí

             

Aðferð
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu. Gott era ð setja smá salt og olíu saman við vatnið á meðan pastað sýður. Setjið 2 msk olive olíu á pönnu og hitið, skerið laukana smátt niður og létt steikið á pönnunni. Rífið því næst hvítlaukinn og setjið á pönnuna. Passið að hræra vel svo að hvítlaukurinn brenni ekki. Hellið sósunni saman við og látið suðu koma upp, setjið chilli pesto og parmesan ost saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum saman við og hrærið. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Fyrir þá sem vilja hafa pastað í sterkari kantinum geta bætt við 1 msk af chilli pesto.
Þegar pastað hefur lokið suðutíma, hellið þá vatninu af og setjið saman við sósuna, hrærið vel svo sósan þekji allt pastað.
Setjið 1-2 msk af olíu á kjúklingabringurnar og kryddið með salti, pipar og chilli-pipar eftir smekk. Grillið kjúklingabringurnar eða steikið á pönnu. Á meðan kjúklingurinn er að eldast steikið þá brokkolíið. Setjið olive olíu á pönnu og skerið brokkolíið niður og létt steikið á pönnunni ásamt salti. Brokkolíið á að vera stökkt svo passið ykkur á því að steikja það ekki of lengi. Blandið brokkolíinu saman við pastað.
Setjið pastað í skál, skerið kjúklinginn niður í sneiðar og setjið ofan á. Berið fram með parmesan osti, hvítlauksbrauði og/eða salati.






Verði ykkur að góðu!

Thelma


No comments:

Post a Comment