expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Sunday, June 15, 2014

Sítrónu bollakökur með fersku sítrónukremi!

Mikið er búið að vera unaðslegt að fá svona gott veður. Ég held að góðu dagarnir sem eru þegar búnir að vera hafið verið sami fjöldi góðra daga í allt fyrrasumar, eða er ég að rugla??? Allavega er það mín upplifun.

Hér er allt á fullu hjá okkur litlu fjölskyldunni....pakka niður og pakka niður....nei get ekki sagt að það sé mitt uppáhald!! og það er svo erfitt að koma sér í gírinn einhvernvegin....en það verður unaðslegt að komast í nýtt hús og koma sér fyrir.

Ég held að heilinn á mér sé næstum að brenna yfir því þegar maður fær að ákveða sjálfur hvernig maður vill hafa eldhúsið, baðið, golfefnin og öll litlu smáatriðin þá er það ekki eins auðvelt og maður hélt, en mig hlakkar til að deila því með ykkur hér :)

Síðan er alltaf nóg að gera í bakstrinum og er ég að vinna að mjög svo spennandi og skemmtilegu verkefni sem ég segi ykkur frá seinna.

Við fórum í Hjörsey sveitina okkar um helgina og áttum yndislegan tíma með ættingjum okkar og fengum frábært veður. Við syntum í sjónum, mokuðum í sandinum, skoðuðum öll nýju sætu folöldin og borðuðum góðan mat, bara svona eins og það á að vera :)
og síðast en ekki síst mynd af mínum heittelskaða Mr. Handsome....svo sætur þessi elska!!

En já ég gleymdi næstum því að deila með ykkur uppskriftinni

Sítrónu bollakökur með sítrónukremi

Þessar kökur eru svo ferskar og góðar og henta vel núna yfir sumartíman!! þær eru mjög auðveldar í bakstri og kremið líka....vel þess virði ég lofa!
Uppskriftina má finna á vefsíðu gott í matinn HÉR

Þangað til næst!! 

Thelma

No comments:

Post a Comment