expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Sunday, March 30, 2014

Spínatfylltur kjúklingur með mossarella, tagliatelle og salati

Jæja góðan daginn!! Ég er algjörlega búin að vanrækja bloggið mitt í næstum mánuð og ég fékk smá áfall þegar ég sá hvað það var langt síðan ég bloggaði síðast. En það er búin að vera nóg að gera hjá mér, ég er búin að vera með ótal mörg bollakökunámskeið sem er búið að vera mjög skemmtilegt maður kynnist svo skemmtilegu fólki á þessum námskeiðum og þær stelpur sem hafa komið til mín hafa verið ótrúlega flottar og fljótar að ná allri tækninni!! 

Ég gerði einni bollubækling fyrir Nóa Siríus  þar sem ég deildi 3 uppskriftum og ein af þeim var dásamlegt kakó úr nýja kakóinu frá Nóa Siríus sem ég elska, það er bara það besta og mikið sem ég er ánægð með það er komið á markaðinn! En ég mun setja þessar uppskriftir inn hér fljótlega....fyrir næsta bolludag :)


Ég er einnig búin að gera þónokkrar uppskriftir sem eru inn á Gott í matinn sem henta vel fyrir fermingarnar ásamt því að ég deildi 3 uppskriftum af sætum freistingum í gestgjafanum sem eru einnig tilvaldar fyrir fermingarnar.

Ég er líka búin að halda upp á 5 ára afmæli sonar míns hans Kristófers, er endalaust stolt af honum og trúi ekki að hann sé orðinn 5 ára!! hvert fór tíminn?? En ég mun deila með ykkur afmælinu hans og þeim veitingum sem ég var með þar á blogginu mínu hjá Gott í  matinn á næstu dögum!

En hérna er uppskrift af unaðslega góðum kjúkling!!  mæli með honum og hann fór ofan í alla maga á mínu heimili líka litlu mallana og mallann hans Kristófers sem ekkert grænt má sjá! 


   Spínatfylltu kjúklingur 
með
 mossarella, tagliatelle og salati

3-4 kjúklingabringur
70 g brauðrasp
30 g parmasan ostur
2 egg, létthrærð
150 g frosið spínat, afþýtt
6 msk kotasæla
Fersk mossarellakúla
Ólífu olía
1 dós tómatpastasósa
Salt og pipar 
500 g tagliatelle
ferskt salat af vild 

Aðferð


Hitið ofninn í 230 gráður og penslið eldfast mót með ólífu olíu að innan. Skerið kjúklingabirnurnar langsum í tvennt þannig að úr einni bringu verða til tveir hlutar. Kryddið bringurnar með salti og pipar.

Blandið brauðraspinu og 4 msk af parmasanosti saman í skál. Létthrærið eggin og setjið þau í skál til þess að auðvelt verði að dýfa kjúklingnum ofan í.

Afhýðið spínatið og kreystið allt vatn úr því, klippið það mjög fínt og blandið því saman við restinni af pramasonostinum við, 2 msk af hrærðu eggjunum, kotasælunni og hrærið allt vel saman.

Setjið 2 msk af spínatblöndunni á hverja kjúklingabringu og dreifið vel úr því, rúllið bringunni upp og látið samskeytin á kjúklingnum snúa niður. Dýfið kjúklingnum ofan í hrærðu eggin og svo strax í brauðraspið og passið að kjúklingurinn þekist vel með raspinu. Setjið kjúklinginn í eldfast mót smurt með ólífu olíu og látið samskeytin snúa niður.

Bakið kjúklinginn í 25 mínútur, takið hann svo út og setjið 2-3 msk af tómatpastasósu yfir hverja bringu. Skerið mossarellukúlna langsumt í 6 bita og leggið yfir hverja kjúklingabringu og bakið í 5 mínútur til viðbótar eða þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg. 

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pokanum og berið fram með kjúklingnum og restinni af pastasósunni ásamt fersku salati af vild.

 
Skerið kjúklingabirnurnar langsum í tvennt þannig að úr einni bringu verða til tveir hlutar. Kryddið bringurnar með salti og pipar.


Blandið brauðraspinu og 4 msk af parmasanosti saman í skál. Létthrærið eggin og setjið þau í skál til þess að auðvelt verði að dýfa kjúklingnum ofan í.


Afhýðið spínatið og kreystið allt vatn úr því, klippið það mjög fínt og blandið því saman við restinni af pramasonostinum við, 2 msk af hrærðu eggjunum, kotasælunni og hrærið allt vel saman.



Setjið 2 msk af spínatblöndunni á hverja kjúklingabringu og dreifið vel úr því, rúllið bringunni upp og látið samskeytin á kjúklingnum snúa niður. Dýfið kjúklingnum ofan í hrærðu eggin og svo strax í brauðraspið og passið að kjúklingurinn þekist vel með raspinu. Setjið kjúklinginn í eldfast mót smurt með ólífu olíu og látið samskeytin snúa niður.


Bakið kjúklinginn í 25 mínútur, takið hann svo út og setjið 2-3 msk af tómatpastasósu yfir hverja bringu. Skerið mossarellukúlna langsumt í 6 bita og leggið yfir hverja kjúklingabringu og bakið í 5 mínútur til viðbótar eða þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg. 



Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum



Setjið pastasósuna yfir ásamt mossarellaostinum og bakið í 5 mínútur eða þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg. 

Skerið niður ferskt salat af vild.


Verði ykkur að góðu!

Þangað til næst
Kveðja
Thelma


No comments:

Post a Comment