Sjúklega gott pasta sem gott er að skella í þegar tíminn er naumur og þú veist ekkert hvað þú átt að elda. Guð hvað ég lendi oft í því og stundum er ég svo ekki með andann yfir mér til að elda og þá er þetta pasta eitthvað sem ég skelli oft í. Ég er oftast með hvítlauksbrauð með þessu og ískalt vatn! gerist ekki betra.
Innihald
Eldunartími 15 mín.
500 g pastaskrúfur eldaðar eftir leiðbeiningum sem er utan á pakkanum
500 g nautahakk
1 laukur skorinn gróflega niður
1 laukur skorinn gróflega niður
3 mks ólífu olía
2 cm engifer rifið smátt niður
1 hvítlaukur skorin mjög smátt eða rifinn
1 dós af tómatpastasósu með basiliku frá Sollu
2 dl matreiðslurjómi
Kryddið með Salti og pipar og crushed red pepper
Byrjið á því að sjóða pastað eftir leiðbeiningum sem eru utan á pakkanum. Á meðan þið sjóðið pastað steiki þá hakkið og undirbúið sósuna. Setjið 3 msk af ólífu olíu á pönnu og hitið. Skerið laukinn gróflega niður steikið á pönnunni ásamt nautahakkinu. Skerið hvítlaukinn smátt niður og blandið honum saman við þegar nautahakkið er alveg að verða tilbúið. Rífið því næst engiferið niður yfir hakkið og blandið sósunni saman við. Hrærið sósunni vel saman við hakkið og bætið 2 dl af matreiðslurjóma saman við og hrærið. Kryddið með salti, pipar og crushed red pepper eftir smekk. Gott er að smakka pastað af og til og krydda eftir því. Blandið svo pastanu saman við hakkið og hrærið vel. Rífið parmasan ost yfir pastað. Berið fram með hvítlauksbrauði eða salati.
Steikjið nautahakkið ásamt lakuknum.
Kveðja
Thelma
No comments:
Post a Comment