expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Sunday, August 17, 2014

Sunnudagspönnukökurnar hennar mömmu

Á hverjum sunnudagsmorgni vaknar dóttir mín og segir, amma viltu gera pönnukökur? já við nefnilega búum heima hjá mömmu þessa dagana þar sem við erum að bíða eftir að fá húsið okkar afhent og það klárist. Það er voðalega gott að vera hjá mömmu og vel hugsað um okkur en það verður líka voðalega gott og gaman að komast í húsið okkar og byrja að koma okkur fyrir og svona. En amma kann sko að dekra við ömmubörnin sín og er dugleg að baka pönnukökur,  þetta eru að sjálfsögðu bestu pönnukökur sem fyrirfinnast á jarðríki og ég held  ég sé ekki euni sinni að ýkja!!

svo erum við hjónin með miða á justin Timberlake.....nema hvað þeir eru einhverstaðar í einhverjum kassa inn í bílskúrnum okkar!!! Ég vill kenna Mr. Handsome alfarið um þetta!! svo nú hefst leitin mikla eftir miðunum!

Það sem mér finnst líka mjög gott að fá á sunnudögum er tómatbrauð úr Hagkaup, það er eitthvað
i því sem gerir mig sjúka í það!! það er yfirleitt heitt þegar maður kaupir það svona á morgnanna og það er gott þannig með osti og smjöri og líka smá ristað !! ég verð að reyna að finna einhverja uppskrift af góðu tómatbrauði svo ég geti bakað mitt eigið brauð á sunnudagsmorgnum.


Þetta brauð er svo gott!!

Að skella í pönnukökur hljómar yfirleitt mjög einfalt en það er það ekki endilega ef maður er ekki með þessa fullkomnu uppskrift. En þegar maður hefur bakað pönnukökur í tugi ára og slumpar einhverju þá  er erfitt að gefa hana upp, en ég skipaði mömmu að reyna að mæla það sem færi ofan í skálina þó að henni hafi fundist það ansi heftandi. 

En hér kemur uppskriftin af pönnukökunum góðu.

Pönnukökurnar hennar mömmu

Innihald

300 g hveiti 
2 msk sykur
3 stk egg
6 til 7 dl mjólk 
30 g smjör, bráðið
2 til 3 tsk vanilludropar
1/4 tsk salt 

Blandið hveiti, sykri og salti saman í skál og hrærið vel saman. Setjið eggin saman við eitt í einu og hrærið léttilega á milli með písk. Blandið mjólkinni saman við smátt og smátt í einu ásamt brædda smjörinu og hrærið vel á milli. Því næst setji þið vanilludropa eftir smekk, ég nota yfirleitt 3 tsk  því ég vil hafa mikið bragð af þeim. Hrærið allt saman mjög vel, ef það koma kekkir í deigið þá er ekkert mál að sigta það bara yfir í aðra skál.

Setjið pönnukökupönnuna á helluna eða gasið, ég er með gas og notast við frekar háan hita fyrst og lækka svo niður í meðalháan hita, setjið smá smjör á pönnuna svo deigið festist ekki við og skellið fyrstu pönnukökunni á. Það tekur smá tíma að baka pönnukökur en það er svooo þess virði, reyndar er það þannig hér á bæ  þær hverfa jafnóðum og þær eru bakaðar, en það á bara að vera þannig.

Gott að borða með t.d. nutella, rjóma, sultu, sykri, jarðaberjum, bláberjum og öllu því sem hugurinn girnist!!

Munið svo að þvo aldrei pönnuna eftir notkun!! það eru bara lögmál!




Hildur Emelía vill að sjálfsögðu fá að hræra þetta allt saman og sagði við ömmu sína, þú sem amma mín átt að kenna mér að brjóta egg og gera pönnukökur. Þetta er svo rétt hjá henni!

Smá smjör á pönnuna




verði ykkur að góðu.

Þangað til næst, Thelma.

No comments:

Post a Comment