expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Thursday, April 21, 2016

Súkkulaðimarengs með jarðarberjum





Súkkulaðimarengs með jarðarberjum

Marengs
6 eggjahvítur
300 g sykur
3 msk kakó
150 g dökkt súkkulaði
Súkkulaði
4 eggjarauður
100 g flórsykur
150 g dökkt súkkulaði
Rjómablanda
500 ml rjómi
2 msk flórsykur
Toppur
jarðarber og rifið súkkulaði til skrauts

Aðferð
Hitið ofninn í 150 gráður (með blæstri) og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur. Myndið tvo jafnastóra hringi á smjörpappírinn.
Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið svo sykrinum rólega saman við, smátt og smátt í einu. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið. Blandið kakó saman við og hrærið vel. Blandið bræddu súkkulaði saman við og hrærið léttilega með sleif. Setjið marengsinn á bökunarplöturnar og myndið tvö jafnstóra hringi. Bakið marengsinn í um 1 klst og 15 mínútur eða þar til marengsinn er alveg þurr viðkomu. Marengsinn er mjög brothættur. Kælið botnana alveg áður en þið setjið á þá.
Súkkulaði- og rjómablanda
Þeytið eggjarauður ásamt flórskyri þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið. Blandið því saman við og hrærið varlega með sleif. Setjið súkkulaðið á báða botnana. Þeytið rjómann þar til hann er orðinn stífur og stendur, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið. Blandið flórsyri saman við og hrærið saman með sleif. Setjið rjómann á annan botninn, setjið hinn ofan á og setjið restina af rjómanum ofan á toppinn. Skerið niður jarðarber, eða þau ber sem þið viljið heldur og setjið ofan á rjómann. Skreytið með súkkulaðispónum.  



Verði ykkur að góðu! 

Thelma

No comments:

Post a Comment