expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, August 5, 2016

Hindberjaskyrterta




Hindberjaskyrterta


Botn
24 stk Oreo kexkökur
100 g smjör, bráðið

Skyrterta
600 g hindberjaskyr
¼ l rjómi
2 msk flórsykur
Toppur
100 g súkkulaðihjúpaðar gráfíkjukúlur
Flórsykur til skrauts

Aðferð
Setjið Oreo kexkökur í  matvinnsluvél og hakkið þar til þær verða fínmalaðar. Bræðið smjör og blandið því saman við, hrærið þar til smjörið hefur bleytt vel upp í kexinu. Setjið kexblönduna í meðalstórt form og þrýstið vel niður og upp á hliðar formsins. Gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta kexblöndunni niður og upp á hliðarnar. Geymið í kæli á meðan þið undirbúið skyrblönduna.
Þeytið rjóma og blandið saman við skyrið með sleif. Blandið flórsykri saman við og hrærið vel þar til blandan verður mjúk og slétt. Hellið skyrblöndunni yfir kexbotninn og sléttið vel úr. Skreytið kökuna með súkkulaðihjúpuðum gráfíkjukúlum og flórsykri. Einnig er fallegt að skreyta kökuna með ferskum hindberjum og flórsykri. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram. 

Uppskriftina er hægt að nálgast á vef Gott í matinn og þar er hægt að magfalda uppskriftina að vild.

Kveðja, Thelma

No comments:

Post a Comment