Jarðarberjaostakaka sem ekki þarf að baka
Innihald
160 g hafrakex
60 g smjör, bráðið
200 g jarðarber
160 g sykur
1 stk límóna, safi og börkur
250 g marscarpone ostur við stofuhita
300 g rjómaostur við stofuhita
400 ml rjómi
160 g hafrakex
60 g smjör, bráðið
200 g jarðarber
160 g sykur
1 stk límóna, safi og börkur
250 g marscarpone ostur við stofuhita
300 g rjómaostur við stofuhita
400 ml rjómi
Skraut
250 g jarðarber
250 g jarðarber
Aðferð
Hakkið hafrakexið í matvinnsluvél, bræðið smjörið og hellið saman við hafrakexið. Þrýstið hafrakexblöndunni ofan í hringlaga meðalstór form og aðeins upp á hliðarnar. Setjið formið í frysti á meðan þið undirbúið ostakökuna. Maukið jarðaber, límónusafa og límónubörk saman í matvinnsluvél. Hrærið ostana saman þar til þeir eru orðnir mjúkir og sléttir, bætið rjómanum saman við og hrærið saman. Bætið jarðarberjamaukinu saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hellið ostablöndunni í yfir hafrakexbotninn og dreifið vel úr. Setjið plastfilmu yfir og frystið í klukkustund. Takið kökuna úr frystinum 20 mínútum áður en hún er borin fram. Skreytið með jarðarberjum.
Hakkið hafrakexið í matvinnsluvél, bræðið smjörið og hellið saman við hafrakexið. Þrýstið hafrakexblöndunni ofan í hringlaga meðalstór form og aðeins upp á hliðarnar. Setjið formið í frysti á meðan þið undirbúið ostakökuna. Maukið jarðaber, límónusafa og límónubörk saman í matvinnsluvél. Hrærið ostana saman þar til þeir eru orðnir mjúkir og sléttir, bætið rjómanum saman við og hrærið saman. Bætið jarðarberjamaukinu saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hellið ostablöndunni í yfir hafrakexbotninn og dreifið vel úr. Setjið plastfilmu yfir og frystið í klukkustund. Takið kökuna úr frystinum 20 mínútum áður en hún er borin fram. Skreytið með jarðarberjum.
Einnig er hægt að nálgast uppskriftina á vef Gott í matinn og margfalda hana þar að vild.
Kveðja, Thelma
No comments:
Post a Comment