expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, August 5, 2016

Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum



Ostamús með hnetusmjöri, rjóma og salthnetum


Fyrir ca. 6

Innihald
230 g rjómaostur
250 g hnetusmjör
½ tsk salt
250 ml rjómi

Toppur
½ lítri rjómi
salthnetur
súkkulaðispænir

Aðferð
Þeytið rjómaostinn þar til hann verður sléttur og  mjúkur, bætið hnetusmjörinu saman við ásamt saltinu og hrærið vel. Þeytið rjóma þar til hann verður stífur og stendur. Blandið rjómaostablöndunni varlega saman við rjómann og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Sprautið ostamúsinni í hvert glas eða krukku fyrir sig kælið í 1-2 klst. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á ostamúsina og skreytið með súkkulaðispónum og salthnetum.

Einnig er hægt að nálgast uppskriftina á vef Gott í matinn og hægt að margfalda að vild. 

No comments:

Post a Comment