expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, July 19, 2013

Kökubók væntanleg :)



Jæja ég er ekki að standa mig sem bloggari! er ekki búin að koma inn einni uppskrift hérna í langan tíma! Málið er það að ég er búin að standa á haus, búin að baka úr  mér allt vit í sumarfríinu mínu og meira en það. Fyrir ykkur sem ekki vissuð þá er ég að koma út með bók núna í haust með sætum freistingum og það er sko meira en að segja það að skella í eina uppskriftabók skal ég segja ykkur. Bókin verður stútfull af alskonar sætum freistingum fyrir öll tækifæri, kökum, bollakökum, eftirréttum, sætum bitum, ís og sérstökum kafla fyrir litla fólkið þar sem ég mun deila með ykkur ótal hugmyndum fyrir barnaafmælið :)

 En ég bakaði samt rosalega góða Gosling bita fyrir vin minn Ryan Gosling um daginn og deildi þeirri uppskrift inn á Gott í Matinn blogginu, þið getið nálgast uppskriftina hér.
 þessir bitar eru mjög júsí, bara svona eins og Gosling sjálfur. Þeir innihalda hnetusmjörs nammi, brownie með banana Pipp í og banana Pipp súkkulaði ofan á! já og fyrir ykkur sem hafið ekki smakkað banana Pippið þá eru þið að missa af miklu! 


Hildur Emelía passar að bróðir sinn komist ekki í allt súkkulaðið!




Þessi kaka er ein af mínum uppáhalds í bókinni, svo falleg á borðið :)


Svo bakaði ég köku handa Unni Eggertsdóttur (Sollu Stirðu) en hún hélt upp á 21 árs afmælið sitt um daginn. Dóttir mín sagði að þetta væri mamma hennar Sollu stirðu þegar hún sá myndinni af henni  með kökuna, kannski sá hún einhvern svip með þeim, hver veit?


Ég ákvað svo að taka mér smá pásu frá bakstri í sumarfríinu mínu og fara í smá sumarfrí í næstu viku :)  og um helgina ætla ég að taka til og henda! ég er með troðfullan fataskáp af fötum sem ég nota aldrei! þau eru bara fyrir, en það er svo erfitt að henda, eða reyndar gef ég það alltaf en það er það sama!! hver kannast ekki við það? og allt smábarnadótið sem er að kæfa mig! hvað á maður að halda í og hvað á maður bara að láta fara? og svo getur maður ekki einu sinni notað geymsluna sína hún er bara fullt af drasli, já drasli sem ég nota varla neitt hahahha...já ok ég er hætt að tuða... þangað til næst!

Kveðja
Thelma

No comments:

Post a Comment