expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Wednesday, October 29, 2014

Hrekkjavaka

Mikið sem ég hef vanrækt bloggið mitt! En svona er það þegar maður er í nokkrum vinnum og að flytja! það er ekkert lítið mál að flytja og ennþá meira mál að taka upp úr kössunum, það sést allavega heima hjá mér. Maður var spenntur að koma sér inn í nýja húsið en svo er varla hægt að fóta sig fyrir kössum og ég hef bara varla orku til að fara gramsa í þeim og fara í gegnum allt þetta drasl sem fylgir manni. En vonandi fæ ég að fá auka orku senda frá einhverjum og get ráðist á þessa blessuðu kassa!!

Við erum þó ótrúlega sátt hérna í nýja húsinu okkar og guð minn góður eldhúsið mitt! það er draumur í dós og ég er strax búin að baka nokkrar kökur í því nú þegar. Um daginn skellti ég og dóttir mín í eina súkkulaðiköku (algjörlega hennar uppáhald) með súkkulaðiglassúr. Í tilefni Hrekkjavökunnar þá skelltum við nokkrum sykurpúðum í draugabúning á kökuna ásamt appelsínugulum, hvítum og svörtum draugum sem við áttum. Hildur var svo spennt og vildi helst fara með hana í leikskólann til að sýna krökkunum. Þessi kaka bragðaðist mjög vel og þá sérstaklega með ískaldri mjólk! Mæli með að þið skellið í eina svona köku og hafi í eftirrétt á föstudaginn. Kakan bragðast líka einstaklega vel yfir hrollvekju. 



Uppskriftina af kökunni geti þið nálgast á heimasíðu Gott í Matinn





Þessar bollakökur gerðum við í fyrra, þá keyptum við þessar köngulær í Mega Store, það er endalaust hægt að finna þar til að skreyta fyrir lítinn pening. 



Við kíktum svo í Mega Store um daginn. Hildur bað mig um að splæsa í eitt svona uppblásið draugahús. Ég svaraði pent, ekki núna kannski seinna! einmitt!


Hérna eru svo litlu sætu beinagrindurnar mínar sem bíða spennt eftir að geta mætt í þessum náttfötum í leikskólann á föstudaginn! 

þangað til næst!

Kveðja 
Thelma

No comments:

Post a Comment