Eru ekki flestir byrjaðir að baka eitthvað fyrir jólin? Mr. Handsome er sjúkur í pistasíuhnetur og hefur alveg fyrir því að taka utan af heilum poka til að gæða sér á. Hann vildi ólmur fá smákökur með pistasíum og auðvitað lét ég það eftir honum. Ég fékk þó smá áskorun, að gera smákökur sem innihalda minni sykur. Ég notaði nátturulega sætu/sykur í stað sykurs. Ég hafði nú ekki mikla trú á því í fyrstu og var viss um að kökurnar myndu sko ekki heppnast eins vel því sykur er lífsnauðsynlegur í bakstur. En viti menn! þær urðu svo góðar að Mr.Handsome trúði því ekki að það væri svona lítill sykur í þeim. Fyrir ykkur sem viljið þær alveg sykurlausar geti þið sleppt púðursykrinum.
Þessar kökur er hrein dásemd! mæli með að þið bætið með á jólabaksturslistann ykkar!
Súkkulaðibitakökur
með pistasíuhnetum
Innihald
200 g hveiti
½ tsk salt
½ tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
120 g smjör, við stofuhita
100 g náttúruleg strásæta
½ tsk salt
½ tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
120 g smjör, við stofuhita
100 g náttúruleg strásæta
50 g ljós púðursykur
2 egg
2 egg
1 tsk vanilludropar
100 g pistasíuhnetur
100 g dökkt súkkulaði
Salt sem stráð er yfir kökurnar
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið smjörpappír á tvær
bökunarplötur.
Hrærið sykur og smjör saman í hrærivél þar til blandan er
orðin ljós og létt. Bætið eggjum saman við ásamt vanilludropum og hrærið vel
saman. Blandið hveiti, salti, lyftidufti og matarsóda saman í skál, hrærið og setjið
saman við hægt og rólega. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman, en passið
ykkur að hræra ekki of mikið. Gott era ð skafa hliðarnar á skálinni af
og til. Takið utan af pistasíuhnetunum og skerið þær gróflega niður ásamt
súkkulaðinu. Blandið pistasíuhnetunum og súkkulaðinu saman við og hrærið
léttilega. Setjið ca. 1 msk í hverja köku og myndið fallega kúlu úr deiginu,
raðið þeim með rúmlega 2 cm bili á milli á bökunarplöturnar. Stráið örlitlu
salti yfir hverja köku og setjið þær svo inn í ofn. Bakið kökurnar í 10-12 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar
ljósbrúnar að lit. Kælið kökurnar í 2-3 mínútur áður en þær eru teknar af
bökunarplötunni. Geymið í loftþéttum umbúðum í allt að 5 daga.
Ég nota alltaf cookie scoop sem er hrein snilld og fæst víst í Allt í köku er mér sagt. það flýtir rosalega fyrir að nota svona skeið og kökurnar verða líka allar eins í laginu og jafnstórar.
Verði ykkur að góðu!
Thelma
No comments:
Post a Comment