expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Monday, December 1, 2014

Tröllabar með salthnetum og þurrkuðum trönuberjum


Þessir bitar eru orðnir fastir liðir í okkar fjölskyldu. Mr. Handsome hefur
held ég prófað allar tegundir af slíkum bitum sem hægt er að kaupa úti í búð
til þess að hafa sem millimál yfir daginn eða til þess að fá sér fyrir eða eftir
körfuboltaæfingar. Þessir bitar eru betri en þeir allir til samans! Ég lofa!
Þeir eru fullir af orku, sykurlausir og snilldin ein sem millimálsbiti yfir
daginn, eða bara til þess að grípa með sér út á morgnana og maula í bílnum
á leið í vinnuna í morguntraffíkinni. Þið verðið að prófa þessa bita, ég lofa
því að þið verðið ekki svikin.

Tröllabar

með salthnetum og þurrkuðum trönuberjum

Innihald
210 g múslí
170 g döðlur
80 g hnetusmjör
2 msk síróp
160 g salthnetur
100 g þurrkuð trönuber 

Aðferð

Setjið smjörppaír á bökunarplötu, dreifið úr  múslíinu á plötuna og ristið í um 15 mínútur. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél og látið vélina vinna þar til döðlurnar hafa hakkast vel. Döðlurnar eru klístraðar og rúllast því upp í bolta. Klippið döðlurnar í smáa bita og blandið þeim saman við múslíið, salthneturnar og þurrkuðu trönuberin. Hitið síróp og hnetusmjör í potti yfir lágum hita og hrærið þar til það bráðnar og hefur blandast saman. Hellið blöndunni yfir múslíiblönduna og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið smjörpappír í form ca. 20x30 cm að stærð, hellið múslíblöndunni ofan og og drefið vel úr. Setjið annað lag af smjörpappír yfir múslíblönduan og þrýstið vel niður svo allt festist vel saman og verður þétt. Kælið inn í ísskáp þar til allt hefur fest saman og storknað. Skerið í litla bita eða bari. Gott að geyma í ísskápnum, einnig er hægt að frysta bitana í allt að þrjá mánuði. 



Kveðja
Thelma


No comments:

Post a Comment