expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, April 19, 2019

Bananamúffur með kanil





Bananamúffur með kanil

Ca 14 stk – undirbúningur 10 mín. – bökunartími 15 mín.

Innihald
200 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
½ tsk salt
3 vel þroskaðir bananar
160 g sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
120 g smjör

Toppur
50 g sykur
2 tsk kanill

Aðferð
  1. Stillið ofninn á 180 gráður og setjið muffinsform ofan í bökunarform og setjið á ofnplötu.
  2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hrærið vel.
  3. Setjið banana, sykur, egg, vanilludropa og bráðið smjör saman í skál og hrærið vel saman.
  4.  Blandið þurrefnunum varlega saman við og hrærið þanað til allt hefur blandast vel saman. Passið ykkur að hræra alls ekki of mikið svo kökurnar verði ekki segiar.
  5. Setjið deigið í bökunarformin, ca. 2 msk í hvert fom.
  6.  Stráið 1 msk af kanilsykri yfir hverja köku og hrærið því saman við með tannstöngli.
  7. Bakið kökurnar í 15 mínútur. 




Sunday, December 23, 2018

Jólailmur í potti






Ef þú vilt að heimili þitt ilmi eins og jólin þá mæli ég með að skella þessu í pott og láta malla yfir daginn.


Innihald

3-4 kanilstangir
1 appelsína skorin niður 
1 msk negull
Handfylli af trönubergjum
1 tsk múskat
Greni

Aðferð
Skellið öllu innihaldinu í pott og fyllið með vatni, sjóðið og látið malla yfir daginn, gott er að fylla á vatnið af og til.

Kanil hringir



Kanil hringir

3 eggjahvítur
170 g sykur
½ tsk vanilludropar
2 tsk kanill
200 g dökkt súkkulaði
50 g heslihnetur eða annað

Aðferð

Þreytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan verður stíf og stendur. Blandið saman vanilludropum og hrærið vel. Setjið kanil saman við og hrærið saman með sleif. Setjið marengsinn í sprautupoka með stút t.d. 1M og sprautið fallega litla hringi á plötu með smjörpappír. Bakið við 150 gráður í rúmar 30  mínútur eða þar til marengsinn verður þurr viðkomu. Kælið hringina alveg áður en þið dýfið þeim í súkkulaði. Dýfið hálfum hring ofan í súkkulaðið og dýfið ofaní heslihnetur eða annað sem ykkur langar til. Gott er að setja t.d. lakkrís, smartís eða annarskonar hentur, kókós eða þar sem hugurinn girnist. 








Friday, December 21, 2018

Oreo kossar



Hrikalega einfaldir og góðir Oreo kossar sem ekki þarf að baka og taka nánast enga stund!! Lofa því að þið getið komið einhverjum á óvart með þessum kossum!



Oreo kossar

3 eggjahvítur
170 g sykur
½ tsk vanilludropar
16-20 stk Oreo kexkökur
300 g dökkt súkkulaði

Aðferð

Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan verður stíf og stendur. Setjið vanilludropa saman við og hrærið vel. Raðið Oreo kexkökum á plötu og sprautið marengsinum á hverja köku fyrir sig, t.d. með sprautustút nr. 1M. Látið marengsinn standa aðeins þar til hann er orðinn þurr viðkomu. Bræðið súkkulaði í potti yfir vægum hita og dýfið hverri köku fyrir sig ofaní, gott er að setja kökurnar á ofngrind svo að súkkulaðið geti lekið af kökunum. Látið súkkulaðið storkna utan á kökunum og borðið. Geymið í kæli.







Thursday, January 4, 2018

Úrbeinuð kjúklingalæri með sólþurrkuðum tómötum og parmesan osti


Þessi kjúklingur er unaðslega góður! Mr. Handsome fannst hann svo góður að þegar allur kjúklingurinn var búinn tók hann brauð og sleikti upp sósuna! Hann gaf þessum rétt 5 stjörnur. Ekta föstudagsmatur ef maður vill gera smá vel við sig. Ég bar réttinn fram með hrísgrjónum og fersku salati. Svo má fá sér eina ískalda kók með því....eða bara hvítvín eða það sem ykkur langar til.....ef það er föstudagur  :) 


Innihald 

8 stk úrbeinuð kjúklingalæri
5 msk smjör
1 hvítlaukur
1 1/2 dl vatn
1 stk kjúklingateningur
1 1/2 dl rjómi
10 stk sólþurrkaðir tómatar
80 gr rifinn parmesan ostur
1/4 tsk oregano
1/4 tsk basilíka 
1/4 tsk rauður pipar (red pepper flakes)
nokkur blöð af ferskri basilíku
salt og pipar 

Aðferð
Setjið 3 msk af smjöri á pönnu, kryddið kjúklingalærin með salti og pipar og steikið við háan hita í rúmlega 2 mínútur á hvorri hlið. Lækkið hitann og eldið kjúklinginn í gegn og takið hann svo af pönnunni. Setjið restina af smjörinu á pönnuna, 2 msk, ásamt hvítlauknum (ég nota hvítlaukspressu eða sker hann smátt niður) steikið hvítlaukinn örlítið en passið að láta hann ekki brenna. Bætið saman við vatni, kjúklingakrafti, rjóma, sólþurrkuðum tómötum, parmesan osti og öllu kryddi saman við og hrærið þar til sósan hefur náð að þykkna örlítið. Þegar sósan hefur fengið að malla á pönnunni í rúmlega 10-15 mínútur setji þið kjúklinginn ofan í sósuna ásamt ferskri basilíku og látið malla í aðrar 5 mínútur. Saltið og piprið að vild. Fyrir ykkur sem eruð hrifin af sterkum mat þá er um að gera að bæta örlítið af rauðum pipar saman við. Ég mæli með að gera réttinn ekki of sterkan ef þið eruð með börn, börnin mín kvörtuðu örlítið undan því hversu sterkur hann var þannig ég tók frá smá kjúkling og sósu fyrir þau og kryddaði svo meira fyrir okkur.

Ég sauð hrísgrjón með þessum rétti og gerði ferskt salat. Einnig bætti ég við auka parmesan osti þegar kjúklingurinn var kominn á diskinn því mér finnst hann svo hrikalega góður. 

Njótið 

Thelma

Thursday, November 23, 2017

Grískur spínathringur



Ef þú vilt slá í gegn í jólapartýinu í vinnunni eða hvaða partýi / saumaklúbbi sem er þá er þetta málið! Þesi spínathringur mun heilla hvern þann sem smakkar upp úr skónum. Einfaldur og sjúklega fljótlegur því það er svo mikil snilld að geta keypt tilbúið smjördeig út úr búð. 


Grískur spínathringur
Fyrir ca 8-10

Innihald
1 pakki Wewalka smjördeig
300 g spínat
100 g Mozzarella ostur
120 g fetaostur
30 g svartar ólífur
40 g Ristaðar furuhnetur
120 g majones
1 hvítlauksgeiri
Salt og pipar
Eggjahvíta
Parmesan ostur

Aðferð
Afþýðið spínatið og kreistið allt vatn úr því. Setjið spínatið í skál ásamt, mozzarella osti, fetaosti, furuhnetum, majonesi og hvítlauk. Skerið ólífurnar gróflega niður og setjið saman við. Kryddið með salti og pipar og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Skerið smjördeigið í tvennt eftir endilöngu, myndið 10 ferninga og skerið hvern ferning í tvenn svo úr verði tveir þríhyrningar. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og raðið þríhyrningunum á hana þannig að breiði endinn snúi inn til að mynda hring. Látið endana leggjast ofaná hvorn annan til hálfs og myndið hring. Setjið spínatblönduna ofaná hringinn, leggið endana af þríhyrningunum yfir spínatblönduna og festið við innanverðan hringinn.  Hrærið eggjahvítu í skál og penslið yfir deigið og setjið ofaná rifinn parmesan ost. Bakið í 15-20 mínútur við 180 gráðu hita eða þar til deigið er orðið fallega gullinbrúnt.  Gott bæði heitt og kalt.  



Verði ykkur að góðu!

Thelma

Tuesday, May 2, 2017

Kjúklingur með steiktum hrísgrjónum og grænmeti




Kvöldmatur á 20 mínútum! Hver fílar það ekki?


Kjúklingur með steiktum hrísgrjónum og grænmeti

fyrir ca 4

Innihald

2 kjúklingabringur
1 msk ólífu olía

1 msk smjör
1 laukur
1 hvítlaukur
blómklál
brokkolí
1-2 gulrætur
2 egg
2-3 bollar af köldum hrísgrjónum (best frá deginum áður)
4 msk soya sósa 
Salt og pipar
Chilli 

Aðferð
Setjið olíu á pönnu, skerið kjúklinginn niður í smáa bita og steikið þar til hann verður fulleldaður. Setjið kjúklinginn til hliðar. Gott er að krydda kjúklinginn með salti og pipar og smá soya sósu. 

Skerið lauk, hvítlauk, brokkolí, blómkál og gulrætur smátt niður og steikið upp úr smjöri á pönnunni. Hrærið eggin í glasi og steikið á pönnunni, hrærið í eggjunum og blandið þeim saman við grænmetið. Setjið köld hrísgrjón saman við og steikið léttilega. Bætið soya sósunni saman við og kryddið með salti og pipar og hrærið vel saman. Setjið kjúklinginn saman við. Fyrir ykkur sem viljið hafa þetta smá sterkt er gott að setja smá chilli saman við. Einnig er hægt að setja soyasosu af vild, um að gera að smakka þar til þið eruð sátt með bragðið. 


Njótið! 

Kveðja

Thelma