Oreo, Oreo, Oreo...
Börnin mín elska Oreo kökur, ég reyndar elska þær ekki eins mikið og þau því þau verða svo subbuleg að borða þetta og það endar alltaf með því að þau klína því í eitthvað og þá helst hvíta stólinn minn sem er inn í stofu! hahaha er það ekki alveg týpískt!
En börnin elska þær ekki bara því Mr. Handsome neitar aldrei þegar ég bið hann um að koma og smakka kremið sem fer ofan á þessar kökur og yfirleitt þarf ég að slá á hendurnar á honum svo að hann fái sér ekki of mikið! Ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá því en Mr. Handsome er með flottan titil í eldhúsinu! hann er ekkert annað en yfirsmakkari, já hann er masterinn á bak við fullkomnun bragðsins og þarf því oft að vera í því hlutverki að smakka, aftur og aftur og aftur.... og ég held að honum leiðist það ekki! svo sendi ég hann að sjálfsögðu í ræktina af og til hahahahha
Mr. Handsome verður seint leiður á því að þurfa að smakka allar freistingarnar sem ég er að mixa saman í eldhúsinu og gera tilraunir með en hann hefur þó sagt við mig að hann sé þreyttur á þessu messi sem verður út um allt í þessu litla sæta eldhúsi okkar. En hann græðir á því, því hann fær stundum að fara með kökurnar í vinnunni og reynir því að ná sér í nokkur prik þar með því að bera fram sætar freistingar á borð þar :)
Þessar kökur eru góðar, fallegar og skemmtilegar að bera fram því það er Oreo kexkaka í botinum á hverri köku sem kemur svo skemmtilega út og gerir kökuna extra stökka.
Kremið á kökurnar er líka hægt að nota á súkkulaðiköku og er það einnig mjög vinsælt á heimilinu.
En allavega, hérna kemur uppskriftin.
Innihald
340 g hveiti
3 tsk. lyftiduft
½ tsk salt
170 g smjör við stofuhita
375 g sykur
5 stk eggjahvítur
2½ tsk vanilludropar
280 ml mjólk
24 stk Oreo kexkökur
Oreo- krem innihald
450 g smjör við stofuhita
50 ml. rjómi
2 tsk. vanilludropar
1 kg. flórsykur
15 stk Oreo-kökur muldar vel niður, gott er að nota matvinnsluvél
Undirbúningstími 20 mínútur, bökunartími 20 mínútur.
Aðferð:
1. Hitaðu ofninn í 180 gráður og raðaðu 24 stykkjum bollakökuformum á ofnplötu.
2. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í sér skál og setjið til hliðar.
3. Hrærið smjör þar til mjúkt og bætið svo sykrinum saman við og hrærið þar til blandan verður ljós og létt.
4. Bætið saman við eggjahvítunum, einni í einu og hrærið vel á milli, bætið svo vanilludropum saman við.
5. Blandið hveitiblöndunni varlega saman við ásamt mjólkinni, gott er að setja smá af hvoru tveggja í einu og hræra vel á milli.
6. Setjið heila Oreo-köku í botninn á hverju bollakökuformi og setjið svo deigið yfir, fyllið formið ekki meira en u.þ.b 2/3. Þeir sem vilja hafa eitthvað óvænt inn í miðjunni á kökunni er sniðugt að setja mini-sykurpúða ofan í deigið og ýta niður. Bakið í u.þ. b. 20 mínútur.
1. Hitaðu ofninn í 180 gráður og raðaðu 24 stykkjum bollakökuformum á ofnplötu.
2. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í sér skál og setjið til hliðar.
3. Hrærið smjör þar til mjúkt og bætið svo sykrinum saman við og hrærið þar til blandan verður ljós og létt.
4. Bætið saman við eggjahvítunum, einni í einu og hrærið vel á milli, bætið svo vanilludropum saman við.
5. Blandið hveitiblöndunni varlega saman við ásamt mjólkinni, gott er að setja smá af hvoru tveggja í einu og hræra vel á milli.
6. Setjið heila Oreo-köku í botninn á hverju bollakökuformi og setjið svo deigið yfir, fyllið formið ekki meira en u.þ.b 2/3. Þeir sem vilja hafa eitthvað óvænt inn í miðjunni á kökunni er sniðugt að setja mini-sykurpúða ofan í deigið og ýta niður. Bakið í u.þ. b. 20 mínútur.
Oero-krem aðferð:
1. Hrærið smjör þangað til að það verður mjúkt og fínt.
2. Bætið við flórsykrinum smá og smá saman við og hrærið vel á milli.
3. Bætið smá og smá af rjómanum saman við.
4. Bætið vanilludropum saman við.
5. Myljið niður Oreo-kexið í matvinnsluvél og blandið saman með sleif.
6. Sprautið kremi á kældar kökurnar og skreytið merð Oreo kexi.
Fyrir ykkur sem viljið gera tvöfalda eða jafnvel þrefalda uppskrift af þessum fyrir veislur þá er algjör snilld að fara inn á gott í matinn þar sem þessi uppskrift er einnig og þá er auðvelt að láta heimasíðuna margfalda uppskriftina fyrir sig :) ýtið Hér
Njótið
Thelma
No comments:
Post a Comment