expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Saturday, September 12, 2015

Villtur Lax með fetaosti

Um daginn fengum við gefins Lax. Það var mjög hentugt að mamma var í heimsókn því ég kann ekki að flaka fisk né hreinsa allt þetta drasl innan úr honum. Mamma spurði mig voðalega hissa hvort eg kynni þetta ekki og ég sagði bara nei! Afhverju í ósköpunum ætti ég að kunna þetta, fiskurinn kemur ekki með haus og öllu draslinu út úr búð. Svo kvartaði hún hressilega yfir öllum bitlausu hnífunum mínum og ég skildi ekkert í þessu.....þeir skera súkkulaði svo helvíti vel! Ég áttaði mig þá á því að ég á ekki einu sinni bríni! Þannig ég fór til nágrannans og fékk hníf lánaðan....sá sem gaf mér líka fiskinn :)

Ég bauð mömmu að sjálfsögðu í mat fyrir alla erfiðis vinnuna í eldhúsinu! Mig langaði svo í eitthvað annað en bara plane Lax eins og ég geri alltaf, með smjöri og sítrónupipar, salti og pipar þannig ég ákvað að vera djörf og sletta einverju góðu á hann sem mig datt í hug. Útkoman var himnesk og því verð ég að deila þessari uppskrift með ykkur. Þetta eru engin geimvísindi svo þið megið sletta hvaða magni af öllu þessu á fiskinn sem ykkur langar til. En fyrir ykkur hin sem verðið að fara eftir uppskrift eins og sumar vinkonur mínar ætla ég að setja smá niður.

Grillaður Lax með fetaosti

2 flök af Laxi 
1 dós af fetaosti
4 tómatar
1/2 rauðlaukur
Safi úr 1/2 sítrónu
fersk basilika
salt

Setjið laxinn í álpappír eða eldfast mót sem má fara á grillið (eða ofninn). Hellið olíunni af fetaostinum og setjið á fiskinn. Gott er að hafa smá af olíu eftir því það gerir fiskinn svo góðan og djúsí. Skerið tómatana smátt niður ásamt rauðlauknum. Saxið ferska basiliku smátt niður og setjið yfir fiskinn. Kreistið síðan safann úr 1/2 sítrónu jafnt yfir eða meira ef þú vilt. Kryddið með smá salti. Grillið yfir meðalháum hita þar til fiskurinn er tilbúinn. Passið ykur þó að grilla hann ekki of mikið því þá verður hann svo þurr. Berið fram með því meðlæti sem ykkur langar til.

Ég er mikil meðlætiskona og því var ég með sætar kartöflur í ofni með hvítlauk og engifer, hrísgrjón, fersk salad og Bernaise-sósu!

Já og sorry, ég gleymdi að taka mynd af fiskinum þegar hann var tilbúin, var svo svöng!Verði ykkur að góðu Thelma

No comments:

Post a Comment