expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Saturday, December 6, 2014

Latte með hvítu súkkulaði og jólaþorpið í Hafnarfirði!

Mikið erum við fjölskyldan ánægð að það sé snjór úti! það birtir svo til sem veitir ekki af á þessum mánuðum!  

Mig langaði að deila með ykku uppskrift sem ég gerði fyrir Nóa Siríus af Latte með hvítu súkkulaði og kanil, alveg ekta jóladrykkur og sló heldur betur í gegn hérna hjá fjölskyldu og vinum. Ég gerði nokkrar uppskriftir af heitu kakói fyrir Nóa Siríus og munu þær vera fáanlegar í næstu matvöruverslun, svona lítill bæklingur :)


Latte með hvítu súkkulaði og rjóma

Fyrir 2-4

Innihald
3 dl mjólk (nýmjólk)
200 g Siríus konsum hvítt súkkulaði
2 dl  sterkt kaffi
1  tsk vanilludropar

Toppur
¼ lítri rjómi, þeyttur
kanill

Aðferð
Setjið mjólk, hvítt súkkulaði og vanilludropa saman í pott og hitið yfir meðalháum hita. Hrærið stanslaust þar til hvíta súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Hitið þar til suðan er alveg að koma upp en látið súkkulaðiblönduna ekki sjóða. Takið pottinn af hellunni og hellið sterku kaffi saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hellið kaffiblöndunni ofan í glas eða bolla. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan á ásamt smá kanil.  Styrkjum eineltisverkefni Barnaheilla

Ég og starfsfélagar mínir hjá fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar tókum að sjálfsögðu þátt í jólapeysan 2014 á vegum Barnaheill! 

það er hægt að heita á okkur hér

Söfnunin rennur beint til Barnaheilla

 Jólaþorpið í HafnarfirðiSvo fyrir ykkur sem vitið ekki hvað þið eigið að gera af ykkur í dag þá mæli ég með því að þið heimsækið Jólaþorpið hérna í Hafnarfirði, það er mjög flott dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Við ætlum að skella okkur þangað í dag og hlusta á Pollapönk og hitta jólasveinana!

Dagskrá Jónaþorpsins er hægt að nálgast á facebook síðu Jólaþorpsins hér.

Dagskráin í dag er eftirfarandi:

Laugadagurinn 6. desember. Grýla kynnir. 
12:00 Jólahúsin opna13:30 Stórikór Lækjarskóla14:00 Borgarbörn, barna og unglingaleikhús14-16 Jólasveinar á rölti14:30 Pollapönk 15:00 Úti-jólaball16:30 Kvennakór Hafnarfjarðar


Þangað til næst


Thelma

No comments:

Post a Comment