expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Sunday, April 7, 2013

Púðursykurs marenge og 25 ára afmæli




Í dag á litla systir mín hún Pálína Kristín afmæli, hún er reyndar ekkert svo lítil, hún varð 25 ára í dag! Stundum finnst mér skrítið hvað yngri systkini mín eldast og mér finnst þau alltaf færast nær mér í aldri og ég ekkert eldast! þetta er stórskrítið hahahhaha....allavega er tilfinningin þannig að ég sé ennþá 25 og systir mín er allt í einu búin að ná mér.

Í tilefni dagsins var smá kaffiboð heima hjá mömmu og við mættum öll af sjálfsögðu. Pálína skellti í eina marenge köku sem er algjörlega hennar uppáhald og ætlar hún að deila uppskriftinni með okkur hér. Einhver sagði að ef maður ætlaði að fá sér köku þá ætti maður að fá sér marange því þar er ekkert hveiti, bara eggjahvítur og smá sykur (bara smá!) 



Few people have asked me  if I can write the recipes in English also, I'm going to try to do that more often for you guys :)

Púðursykurs marenge með rjóma, súkkulaði og döðlum
the recipe is in english below this blog

6 eggjahvítur 
400 g. púðursykur 
750 ml. rjómi 
250 g. döðlur 
250 g. dökkt súkkulaði 
25 g. smjör 
1 msk. síróp 

Þeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn þangað til blandan er orðin stíf og þétt.
Setjið smjörpappír á 2 bökunarplötur, skiptið marenginum til helminga og smyrjið á plöturnar. Gott er að teikna hring á smjörpappírinn t.d. eftir bökunarformi svo þeir verða svipað stórir. Bakið við 150 gráðu híta í rúmlega 50 mín. eða þar til marengsinn er orðinn fullbakaður og þurr. Látið botnana kólna áður en þið setjið á milli þeirra.

Þeytið rjómann þangað til hann er stífþeyttur. Skerið 200 g. súkkulaði og 250 g. döðlur í litla bita og blandið saman við rjómann, setjið rjómablönduna á milli botnanna. Bræðið 50 g. súkkulaði, 25 g. smjör og 1 msk. síróp í potti yfir lágum hita þangað til súkkulaðið er fullbráðið og allt hefur blandast vel saman. Skreytið kökuna svo með brædda súkkulaðinu.


Brown sugar meringue with whipped cream, chocolate and dates

6 egg whites
450 g. brown sugar
750 ml. cream
250 g. dates
250 g. dark chocolate
25 g. butter
1 msk. syrup

Tip the 6 egg whites into a large clean mixing bowl (not plastic). Add the brown sugar and beat it on medium speed  until the mixture resembles a fluffy cloud and stands up in stiff peaks when the blades are lifted.Put a parchment paper on to two baking pans and spread the meringue onto it in a nice circle, it is good to draw the circle on it before you do that so they will be the same size. Bake for about 50 min. in a 150°c heat oven with fa, or until they are ready and dry.

Whip  the cream until stiff peaks. Cut the 200 g. dark chocolate and 250 g. dates into small bites and mix it with the whipped cream and put it between the two meringue. Put 50 g. dark chocolate, butter and syrup in a small saucepan over a medium heat and melt everything together. Garnish the cake with the melted chocolate. 

Njótið

Thelma

No comments:

Post a Comment