expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Sunday, May 11, 2014

Til hamingju með daginn mæður!

Innilega til hamingju með daginn mæður!! það er ekki sjálfgefið að geta orðið móðir og því ættum við að vera þakklátar í dag og njóta dagsins með fjölskyldunni. Það er líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera móðir og svo margt smátt sem skiptir máli en við stundum gleymum í amstri dagsins. T.d. að lesa saman bók áður en börnin fara að sofa, leika við þau í ímyndunarleikjum, knúsast, kúra saman upp í rúmi, hlusta á börnin segja okkur frá deginum sínum í leikskólanum/skólanum, læra saman og svo lengi mætti telja.....ég ætla að reyna að bæta mig í öllu þessu!! 


Ég er svo heppin að eiga þessa tvo yndislegu rúsínurassa!! þau geta rústað heimili mínu á no time! þau hella niður og stundum í gamni sínu, þau rífast, þau slökkva og kveikja á þvottavélinni á meðan hún er í miðri vinnu, þau neita að fara sofa, koma upp í og ég sef á brúninni, ég fæ ekki að fara ein á klósettið og þau heimta alltaf að koma ofan í baðið mitt þegar ég er ein að njóta mín.......en guð hvað ég elska þau mikið og ég myndi ekki vilja vera án neins af þessu hér að ofan!!  Ég ætla samt að vera hreinskilin.....sumir dagar taka meira á en aðrir! :) 


Mæli svo með að þið skellið í þessar fallegu marengs-rósir og bjóðið mæðrum ykkar í kaffi! 



Uppskrift má finna á heimasíðu Gott í Matinn!


Kveðja
Thelma


No comments:

Post a Comment