expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Tuesday, October 29, 2013

Rice Krispieskaka með lakkrískurli

Ég fór í þrjú barnaafmæli um helgina!! já aðeins þrjú börnunum til mikillar gleði. Við enduðum helgina í afmæli hjá vini okkar Andra þar sem við smökkuðum dýrindis köku sem mig langar til þess að deila með ykkur hér.

Þegar við komum í afmælið blöstu við okkur dýrindis kökur á afmælisborðinu, ég leit á Andra (sem vill fá viðurnefnið MR. Handsome 2 eftir afraksturinn) og spurði vá hver bakaði eiginlega fyrir þig. Hann horfði á mig og sagði ég gerði þetta, ég hló og sagði bara einmitt vinur!! Ég var ekki að trúa því að hann hefði bakað þessar kökur þar sem enginn kvenmaður er á heimilinu (já ég veit þetta eru fordómar) en ég vissi bara ekki að hann hefði þetta í sér þrátt fyrir að þekkja hann ansi vel. Hann sannaði þetta fyrir mér og öðrum gestum með því að sýna okkur video af bakstrinum og voru þær ekki bara flottar heldur líka mjög góðar. Sjáið hvað fimmuna er fallega skreytt!! hann fær 10 stig frá mér allavega fyrir metnað og flotta útkomu.Ég ætla að hugsa mig um hvort hann fái viðurnefnið Mr. Handsome 2, mér finnst eiginlega að hann þurfi að vinna aðeins meira fyrir því til að fá það. En hann er án efa einn eftirsóttasti piparsveinn landsins eftir þessa framistöðu! Því ekki nóg með það, hann var einnig veislustjóri í brúðkaupinu okkar og sló algjörlega í gegn og söng fyrir gestina í barnaafmælinu! Hvað meira er hægt að biðja um??

Ég meina sjáið kvikindið!


Rice Krispieskaka með lakkrískurli
Þessi kaka er einstaklega góð og lakkrískurlið gefur henni einstaklega gott bragð á móti öllu súkkulaðinu.

Innihald
100 gr smjör
200 gr súkkulaðihjúpur 
100 gr suðusúkkulaði 1 dós af sírópi (454 gr)
1 poki lakkrískurl
1/2 stór pakki Rice krispies

Hann gerði tvöfalda uppskrift til þess að gera fimmuna og nokkrar kökur í falleg bollakökuform.

Aðferð:
Bræðið smjörið og súkkulaðið saman í potti yfir meðalháum hita og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg. Bætið sírópinu saman við og hrærið vel. Setjið Rice Krispies í skál ásamt lakkrískurlinu og hellið súkkulaðiblöndunni yfir og hrærið þar til allt hefur blandast saman. Hægt er að setja blönduna í bollakökuform eða kökuform. Kælið kökuna inn í ísskáp þar til súkkulaðið hefur náð að storkna.
Andri segist hafa sett lítið af Rice krispies blöndunni í einu á kökudisk og mótað með höndunum fallega fimmu og skreytt með smartís og hvítum perlukúlum.

Þangað til næst!
Thelma

No comments:

Post a Comment