expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Saturday, June 4, 2016

Ferskur Jarðaberja Shake





Þessi shake tekur einungis 5 mín! öll hent saman í blandarann og beint í glösin!

Jarðaberja Shake 

fyrir 3-4

Innihald
300 g vanilluís
2 ,5 dl mjólk
200 g jarðaber
1 tsk vanilludropar


Toppur
1/4 lítri rjómi
Súkkulaðisíróp
sprinkles 

Aðferð
Öll hráefnin sett í blandra og blandið þar til ísinn er orðinn mjúkur og fínn og allt hefur náð að blandast vel saman. Einnig er hægt að nota matvinnsluvél.

Hellið ísblöndunni í glös, þeytið rjóma, sprautið honum ofan á og skreytið með súkkulaðisírópi og sprinkles. 

Berið fram strax! 

Algjör snilld í sumarhitanum eins og hefur verið núna um helgina ! Sérstaklega ef þú ert með menn að vinna úti í garði í pallasmíði, þá fara hlutirnir loksins að gerast!


Verði ykkur að góðu

Kveðja

Thelma



No comments:

Post a Comment