Heimatilbúið Sykurpúða Fluff!
Hver elskar ekki sykurpúða? og hver elskar ekki
Ameríku?? sykurpúðakremið eða marshmallow fluff er nefnilega alveg ekta
amerískt og er mjög algengt krem á kökur og í allskonar sætar freistingar þar í
landi. Ég elska sykurpúða og þá aðallega í heita kakóið mitt og ég eeeeelska Ameríku
og þá aðallega mollin þar ! hahaha :) En ég held ég viti ekki um
neinn krakka sem elskar ekki sykurpúða og hvað þá þegar þeir eru bræddir eða
grillaðir á teini! Ég notaði þessa uppskrift í heimatilbúnu snickers bitana mína vinsælu og fullkomnaði þá algjörlega því þetta er auðvitað mun
ferskara heldur en eitthvað drasl úr dós skal ég segja ykkur! og ég á klárlega
eftir að fara prófa fleiri uppskriftir á næstunni sem innihalda þetta fallega
hvíta klístraða krem!
Það tekur ca. 30 mín. í heildina að skella í þetta krem og það er algjörlega þess virði!
Innihald
3 eggjahvítur
150 gr. sykur
2 msk. sykur
180 ml. corn Síróp
1 tsk. vanilludropar
80 ml. vatn
Aðferð
- Hrærið saman eggjahvíturnar á miklum hraða þar til þær eru orðnar stífar, lækkið hraðan og bætið saman við 2 msk. af sykri og hrærið vel.
- Setjið 80 ml. vatn í pott ásamt sírópinu og sykrinum og hitið yfir meðal hita þangað til allt hefur blandast vel saman og farið að sjóða, hrærið stanslaust allan tímann. Þegar blandan er farin að sjóða hækkið þá hitann örlítið og hrærið þangað til að blandan verður 240 gráðu heit eða í ca. 10 til 15 mín. og hrærið allan tímann, takið svo blönduna af hellunni.
- Þar sem sykurinn og sírópið hefur blandast saman og er mjög heitt verði þið að setja viskustykki yfir skálina í þeytaranum á meðan þið hellið rólega blöndunni saman við eggjahvíturnar þar sem hún er mjög heit og getur slest á þig. Þeytið á lágum hraða og blandið blöndunni mjög varlega saman við eggjahvíturnar. Þegar öll blandan er komin saman við eggjahvíturnar hækki þið hraðan í botn og þeytið stanslaust í rúmlega 7 mín. bætið svo vanilludropum saman við og hrærið í aðrar 3 mín, eða þar til sykurpúðakremið er orðið stíft og fluffy.
Sykurpúðakremið er hægt að geyma inn í ísskáp í rúmlega mánuð í vel lokuðu íláti. Notið af vild og reynið að forðast að borða það beint úr skálinni með skeið! :)
Kveðja
Thelma
Og engir sykurpúðar í kreminu ? :)
ReplyDeleteVar búin að sjá svipaða uppskrift á netinu (erlend síða), s.s. að snickers bitunum og ég gafst upp þegar ég sá marshmallow fluff..hélt það væri eitthvað mega flókið haha..
ekkert mál að gera þetta :) tekur bara smá tíma en svooo þess virði!
Delete