expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Sunday, March 15, 2015

Brauðbollur með mozzarella

Þessa uppskrift fékk ég frá Helenu vinkonu minni sem er snillingur með meiru! Hún bakar þær mjög oft og hefur þær sem meðlæti með allskyns mat. Það fer svo eftir því með hverju hún hefur þær en þá kryddar hún þær með t.d. hvítlauk, timian eða rosmarín. Kosturinn við þessar unaðslegu góðu bollur er þó sá að þú ert enga stund að hrista þær fram úr erminni!Brauðbollur með mozzarella

ca. 20-25 stk.

500 g hveiti
3 dl. volgt vatn
1 bréf af þurrgeri
2  msk olía
1 tsk salt (t.d. maldon)
1 poki af rifnum mozzarellaosti (eða annar rifinn ostur)

Aðferð
Setjið volgt vatn í skál og hellið þurrgerinu saman við og hrærið léttilega, látið standa á meðan þið undirbúið rest. Setjið hveiti í skál ásamt salti og rifnum mozzarellaosti. Hellið vatninu með þurrgerinu í saman við ásamt 2 msk af olíu. Hrærið og hnoðið léttilega þar til allt hefur fests vel saman. Látið deigið hefast í skálinni í rúma klukkustund. Gott er að bleita viskastykki með volgu vatni og setja yfir skálina. Setjið skálina á hlýjan stað eða á volgan ofn og látið hefast. 
Þegar deigið hefur náð að hefast, myndi þið jafnstórar bollur úr deiginu og raðið á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakið í 12 - 15 mínútur við 220 gráðu hita. 

Best er að bera þær fram volgar. Með mat er gott að bera þær fram með allskyns kryddsmjöri eða íslensku smjöri. Þæ er einnig mjög góðar bara með sunnudagskaffinu með smjöri, osti og kakómalti, allavega kjósa börnin mín að borða þær á þann hátt.


Blandið hveiti, salti og osti saman í skál


Hellið vogla vatninu ásamt þurrgerinu saman við


Myndið jafnstórar bollur úr deiginu og raðið þim á bökunarpappír.Verði ykkur að góðu!

ThelmaNo comments:

Post a Comment