expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, August 5, 2016

Sítrónuskyrkaka með piparkökum





Sítrónuskyrkaka með piparkökum


Botn:
230 g piparkökur
130 g smjör

Skyrkaka:500 g Skyr.is með sítrónu
¼ l rjómi
1 tsk sítrónudropar
2 msk flórsykur

Toppur:
Rjómi
Hakkaðar piparkökur

Aðferð:
1. Setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og hakkið þar til kökurnar eru orðnar fínmalaðar.
2. Bræðið smjör og hellið því saman við og hrærið vel.
3. Hellið kökublöndunni í hringlaga form um 22 cm að stærð og þrýstið vel niður í botninn og upp á hliðar formsins. Gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta kexinu vel niður.
4. Setjið formið inn í ísskáp á meðan þið undirbúið skyrkökuna.
5. Þeytið rjóma og hrærið honum saman við skyrið þar til allt hefur blandast vel saman ásamt sítrónudropum og flórsykri.
6. Hellið skyrblöndunni  í formið og sléttið út með sleif.
7. Skreytið með hökkuðum piparkökum og rjóma að vild.
8. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram. 

Uppskriftina er einnig hægt að finna á vef Gott í matinn.

Kveðja, Thelma

No comments:

Post a Comment