expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Wednesday, June 19, 2013

Hildur Emelía 3 ára!


Þessi yndislegi gleðigjafi varð 3 ára í dag (19.júní). Hún var svo spennt í morgun þegar hún vaknaði og var svo tekið vel á móti hennni í leikskólanum þar sem hún fékk að baka köku með bleiku kremi! og loksins fékk hún kórónuna sem var víst búin að bíða í smá tíma tilbúin áleikskólanum. Fékk svo öskubusku barbie, tjald og skellibjöllu í afmælisgjöf og ljómaði. Mamma elskar hana svoooo mikið! verst hvað ég gat lítið verið með henni í dag  þar sem ég var á haus að baka fyrir uppskriftabókina mína sem kemur út í haust! 

Ég bæti henni það sko upp! og ætlum við að halda stórt og flott afmælispartí, hún elskar veislur alveg eins og mamma sín :)Það er svo komið nýtt blogg inn á Gott í Matinn síðuna frá mér, kaka sem svíkur engann, kíkið þangað yfir http://www.gottimatinn.is/matarblog/thelma-thorbergsdottir/marengs-sukkuladidraumur/36Þangað til næst..

Kvðeja
Thelma

No comments:

Post a Comment