expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Monday, December 9, 2013

Ný hrærivél í hús gleður !

Í síðustu viku fékk ég óvæntan glaðning frá Heimilistækjum! já ég fékk ekkert annað en Kenwood  6,7 litra og 1200 w. Skálin á henni er svo stór að ég get gert fjórfalda uppskrift af smjörkremi eins og ekkert sé enda er hún svo kraftmikil að hún þarf ekki mikið fyrir því að hafa að hræra þetta allt saman. Þetta sparar mér engan smá tíma! og það er miklu skemmtilegra að baka hér eftir....svo bíðið bara, því ég hef grun um að það eigi eftir að gerast kraftaverk með þessari vél :) 

Síðan var ég svo heppin að það fylgdi með blandari sem maður skellir ofan á toppinn á vélinni og setur í gang með þvílíkum krafti! algjör snilld!

Takk Heimilistæki! og takk mamma, sem stendur í allskonar stússi fyrir mig alla daga !! mikið sem ég er heppin að eiga þig því þú ert engri lík!


Svo ein mynd af mér og litla prinsinum mínum sem er svo mikill snillingur og húmoristi og veit fátt skemmtilegra en að horfa á sig í spegli eða taka myndir af sjálfum sér (já hann bara elskar sjálfan sig!! ) lúxus vandamál :)


Kveðja
Thelma

No comments:

Post a Comment