expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Thursday, December 12, 2013

Vikan !!

jæja ég er ekki búin að vera neitt rosalega dugleg að blogga - en það er líka svoooo mikið að gera þessa dagana. Ég fór norður á Akureyri síðustu helgi og ohhh hvað ég elska Akureyrina mína, þaðan er ég ættuð og báðir foreldrar mínir. Mér finnst alltaf jafnt gott að koma þangað, þessi ró og allar vegalengdir svo stuttar og fólkið svo yndislegt! Reyndar finnst mér og mömmu alltaf eins og við séum að koma til útlanda þegar við komum þangað. Við keyrðum og upplifðum mesta kulda sem við höfum á ævinni séð -23! aðeins!! ferðin gekk vel, ég fór að kynna bókina mína í Eymundsson og svo tók ég upp mitt fyrsta sjónvarpsinnslag! mikið stress en mjög gaman og mun ég vera næstu tvö föstudaga á N4 að baka og gera gotterí :) 

Heimferðin gekk einnig mjög vel hjá okkur fyrir utan smá óhapp! en dóttir mín þurfti að pissa á Holtavörðuheiðinni, besti staðurinn til að stoppa. Við völdum á milli þess að fá piss í bílinn og hún blaut eða stoppa út í kanti og pissa úti. Við völdum seinni kostinn og mamma stoppaði rétt út við kant. Snjórinn var svo blautur og ekki eins mikið frost að bíllinn fór vel út af og var í miklum halla, ég hoppaði út úr bílnum og náði í Hildi Emelíu, hún hrundi svona á móti mér þegar ég opnaði hurðina og bílstóllinn hennar með. Við pissuðum upp í vind og það var mjög gaman eða hitt þó! mamma var pikkföst og við komumst ekkert of fórum bara ennþá meira útaf. Nokkrir bílar voru búnir að stoppa og reyna að ýta okkur og svo komu tveir félagar á þessum fína jeppa sem náðu með herkjum að losa okkur. Mamma tók þó nokkrar vegastikur með sér og ég er búin að bjóðast til að borga fyrir þær með bollakökum. Já þetta var nú svona smá ævintýri!

Við fórum að sjálfsögðu á Greifann hann klikkar aldrei! og svo fórum við í Jólahúsið sem er eins og draumur í dós. Ég hef aldrei farið og veðrið var fullkomið, mér leið eins og ég væri í búð í Ameríku!

En hérna eru nokkrar myndir frá Akureyri, sjónvarpsþátturinn sem ég kom fram í og viðtalið við mig sem birtist í Lífinu síðastliðinn föstudag :)Hérna sýni ég ykkur hversu auðvelt er að gera skyrbombuna góðu með jarðaberjum og súkkulaði þið getið nálgast uppskriftina HÉR. Innslagið mitt kom í Föstudagsþættinum góða sem sýndur er alla föstudaga á sjónvarpsstöðinni N4 - HÉR getið þið nálgast þáttinn.

Ég var svo í forsíðuviðtali hjá Lífinu og hitti hana Marín Möndu sem er yndisleg! og mjög svo skemmtileg :)  Takk fyrir að skrifa svona fallega um frásögn mína!

HÉR er hægt að lesa viðtalið í heild sinni.

Ég deildi svo með lesendum Vikunnar tveimur gómsætum uppskriftum sem eru snilld sem eftirréttur yfir hátðirnar :)Svo ætla ég að deila með ykkur nokkrum myndur úr ferðinni okkar á Akureyri :) Ég áttaði mig á því að flestar myndirnar eru úr jólahúsinu en það sýnir bara hversu mikið jólabarn ég er!! ég bara elska jólin og er alltaf jafn spennt fyrir þeim og öllum pökkunum, vona að það eldist ekki af mér!
Eymundsson Akureyri :)

Bókaormurinn minn :)

Þessi borðar helst bara kremið og skilar svo bara rest!

Skál fyrir síungu og fallegu mömmu minni sem er búin að hjálpa mér svo mikið!
Pálína systir og mamma
Pálína var með sýna fyrstu mynd á myndlistasýningu og seldi verkið! heiti myndarinnar er:
Betra er autt rúm en illa skipað!
Einmitt! hahahha

mamma með horn!

Skúli fúli!tveir jólasveinar

og við mæðgur elskum hús, þetta hús er guðdómlegt og ég var að taka mynd af því!
þetta hús ætluðu mamma og pabbi einu sinni að kaupa og gera upp - algjör draumur í dós!


Bara smá kuldi, hvað er það???

Kveðja
Thelma
No comments:

Post a Comment