expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Sunday, February 9, 2014

Leyndardómsfullar hnetusmjörskúlur með súkkulaði og saltkringlum


Ég veit að þessi blanda hljómar skringilega en treystið mér þegar ég segi að þessar kökur koma hverjum sem smakka þær verulega á óvart! Þessar leyndardómsfullu smákökur henta við hvaða tækifæri sem er, þær eru mjúkar, samt svo stökkar og með fullt af súkkulaði. Saltkringlurnar gera gott salt bragð á móti því sæta og gera þær extra crunchy inn á milli, það er hreinlega erfitt að útskýra þessar kökur eitthvað frekar. Þið verðið eiginlega bara að prófa og baka þær og upplifa þessa tilfinningu sjálf :) 

Uppskriftin er einföld og fljótleg og henta sérlega vel á svona sólríkum sunnudegi :)



Hitið ofninn í 180 gráður – bakið í 8-10 mínútur – 20-25 stk

Innihald
250 g hveiti
½ tsk matarsódi
¼ tsk maldon salt
115 g smjör, brætt og kælt
13 g hnetusmjör
200 g púðursykur
100 g sykur
1 egg
1 eggjarauða
2 tsk vanilludropar
100 g saltkringlur hakkaðar
100 g súkkulaði saxað gróflega

Aðferð
Setjið hveiti, salt og matarsóda saman í skál og setjið til hliðar. Setjið bætt kælt smjör, hnetusmjör, púðursykur og sykur saman í skál og hrærið vel saman. Bætið eggi og eggjarauðu saman við ásamt vanilludropum og hrærið. Bætið hveitiblöndunni saman við smátt og smátt í einu og hrærið. Hakkið saltkringlurnar gróflega annað hvort í matvinnsluvél eða berjið þær gróflega í poka, passið að hakka þær ekki of mikið. Saxið súkkulaðið gróflega niður og bætið því saman við ásamt saltkringlunum og hrærið þar til allt hefur náð að blandast saman. Hér gæti þurft að nota hendurnar til þess að allt festist vel saman. Myndið litla bolta úr deiginu og raðið þeim með jöfnu millibili á bökunarplötu með smjörpappír og bakið í 8-10 mínútur. Kælið kökurnar aðeins áður en þið takið þær af plötunni.




Gott er að milja niður saltkringlurnar/saltstangirnar eða setja í matvinnsluvél, passið samt að hakka þær ekki of frínt ef þið notið matvinnsluvél. 


Allt hrær vel saman og svo myndi þið fallegar kúlur og setjið á smjörpappír.


Þangað til næst....

Thelma





No comments:

Post a Comment