expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Wednesday, April 1, 2015

Himnesk marengs berjabombaHimnesk marengs berjabomba 

Þessi dásemd prýddi forsíðu kökubæklings Nóa Siríus sem kom út á síðasta ári. Hún er jafn góð og hún er falleg, því skal ég lofa ykkur. Mér finnst þessi bomba tilvalin sem eftirréttur á páskadag, hún inniheldur slatta af súkkulaði, rjóma, krunsí marengs og ber í fallegum litum. Hvað annað er hægt að biðja um ? Ef þetta er of mikið fyrir ykkur er líka hægt að gera bara brownie kökuna eða bara marengsinn með smá rjóma, súkkulaði og berjum.

Kakan er aðeins þung í sér því brownie botnarnir eru þygri en marengsinn og því er best að setja á kökuna samdægurs og geyma svo í kæli.Marengs berjabomba

Innihald
Brownie
230 g sykur
4 egg
200 g smjör
200 g dökkt konsum súkkulaði
70 g hveiti

Marengs
3 eggjahvítur
170 gsykur

Fylling
½ lítri rjómi

Toppur
200 g dökkt súkkulaði
70 g smjör
3 msk síróp
Ber af eigin vali

Aðferð

Brownie
Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír í botninn á tveimur 20 cm hringlaga bökunarformum. Þeytið egg og sykur saman í skál þar til blandan verður  ljós og létt. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti yfir lágum hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Setjið hveitið varlega saman við brædda súkkulaðið og hrærið vel. Hellið því næst súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið saman með sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í 30  mínútur. Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær úr formunum. Á meðan þær kólna er gott að undirbúa marengsinn.

Marengsinn
Stillið ofninn í 150 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu og myndi tvo hringi jafn stóra og brownie kökurnar eru.  Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin stíf og stendur. Smyrjið  marengsinum á plötuna og bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg áður en þið staflið kökunum.

Súkkulaðiglassúr
Bræðið smjör, súkkulaði og síóp saman í pott við  lágan hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.

Þeytið rjóma og setjið á milli botnanna. Setjið marengs neðst og svo brownie og koll af kolli með rjóma á milli. Setjið súkkulaðiglassúrið ofan á og látið leka aðeins niður hliðarnar á kökunni. Skreytið með berjum að eigin vali og stráið flórsykri yfir berin með sigti. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.

Verði ykkur að góðu og gleðilega páska!

Kveðja
Thelma


1 comment:

  1. Gerði þessa dásemd um jólin í fyrra. Hún er svo sannarlega jafngóð og hún er falleg, en hún er hinsvegar mun auðveldari og einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Þessi er komin til að vera hjá mér.
    Takk fyrir dásemdar kökuuppskrift, hún er svo falleg á borði að hún er ein af fáum baksturs - myndabloggpóstum sem ég hef gert sjálf.
    kveðja Stína Sæm

    ReplyDelete