expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Saturday, January 12, 2013

Nýtt Blogg!

 
Jæja þetta hafðist! náði loksins að klára bloggið mitt svona að mestu leiti, verð klárari í þessu með hverjum deginum (ætla að trúa því). En hér ætla ég að deila með ykkur gómsætum uppskriftum, bæði uppskriftum frá mér sjálfri og uppskriftum sem ég hef prófað frá öðrum matarbloggurum og úr uppskriftarbókum.
 
Ætla að byrja fyrsta bloggið á þessar Rolo tertu, hún er í  miklu uppáhaldi hjá mörgum mínum vinum og þá sérstaklega hjá Mr.Handsome!
 
Það væri gaman að fá comment frá ykkur, bara um hitt og þetta og ef þið hafið prófað eitthvað af uppskriftunum hvernig ykkur fannst þær smakkast. Það hvetur mann áfram að prófa nýja hluti að fá comment frá ykkur og gaman að vita það að einhverjir aðrir njóta þess sem þú gerir.
 
Njótið
 
 
 
 


Innihald

330 g sykur
250 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
215 g smjör
3 stk egg
3 tsk. vanilludropar
1 ds af sýrðum rjóma
½ tsk salt
60 g dökkt kakó
1 pk. súkkulaðibúðingur (óblandaður)
180 ml heitt vatn
24 stk. frosnir rolobitar (þarf að frysta í lágmark 2 klst. má sleppa)
 

Karamellu smjörkrem
450 g smjör við stofuhita
2 tsk vanilludropar
¼ tsk sjávarsalt fínmalað
340 g flórsykur
• karamellusíróp (1/3 bolli)
 
 
Súkkulaðigljái innihald
115 g súkkulaði
1 dl. rjómi
2 msk. hunang
2 msk. síróp
1 tsk. vanilludropar
 

Aðferð:
 1. Hitaðu ofninn í 180 gráður og smurðu 2 meðalstór eldföst mót.
 2. Blandaðu kakóinu og heita vatninu saman í skál, bættu svo við sýrða rjómanum og láttu kólna.
 3. Blandaðu saman hveitinu, lyftiduftinu og saltinu saman og settu til hliðar.
 4. Hrærðu smjörið og sykurinn saman þangað til blandan verður ljós og létt. Bættu saman við eggjunum einu í einu og hrærðu vel á milli. Bættu vanilludropunum saman við. Skafðu hliðarnar á skálinni vel á milli.
 5. Bættu saman við hveitiblöndunni, súkkulaðibúðingnum og kakóinu saman við smá og smá í einu af hvoru um sig og hrærðu saman á litlum hraða þangað til öllu hefur verið blandað saman.
 6. Skiptið deginu á milli formanna. Setjið nokkur frosin rolo í deigið og ýtið því örlítið niður, ekki alveg ofan í botn samt því þá vill það til að festast þar við. Bakið í ca. 20 mín. eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr  miðju kökunnar.
Karamellu smjörkrem aðferð:
 1. Hrærðu smjörið þangað til það verður mjúkt, bættu svo vanilludropum og karamellu sýropinu saman við og hrærðu vel saman.
 2. Blandaðu flórsykrinum varlega saman við smá og smá í einu og hrærðu vel á milli. Ef þú villt þykkja kremið getur þú bætt aðeins af flórsyrki saman við, ef þér finnst kremið of þykkt getur þú bætt smá mjólk saman við.
 3. Setjið kremið á milli botnanna og smyrjið kreminu svo á kökuna, gott að geyma smá krem til að skreyta ofan á kökuna. Fyrir þá sem vilja setja súkkulaðigljáa ofan á kremið er uppskrift og leiðbeiningar hér að neðan. Flott að skreyta með rolo bitum í lokin.

Súkkulaðigljái aðferð:
 1. Hitaðu rjómann í litlu potti yfir meðal háum hita þangað til hann verður mjög heitur, passa þarf þó að rjóminn sjóði ekki.
 2. Brytjaðu súkkulaðið í bita og settu í skál. Heltu rjómanum yfir súkkulaðið og leyfðu rjómanum að bræða súkkulaðið. Það tekur rúmar 5 mín. fyrir súkkulaðið að bráðna, hrærið svo vel saman.
 3. Bættu hunangi, sýropi og vanilludropum saman við. Kældu gljáann í rúmar 15. mín svo hann bræði ekki smjörkremið þegar honum er helt yfir. Mikilvægt er þó að passa að gljáinn nái ekki að harðna því þá er ekki hægt að nota hann ofan á kökurnar.
 4. Súkkulaðigljáinn þarf að kólna og þykkna áður en þú hellir honum yfir kökuna, gott er að byrja á því að gera hann og setja hann aðeins inn í ísskáp. Síðan er honum hellt yfir kökuna, hann rennur vel niður svo farið varlega að setja ekki of mikið.


 Verði ykkur að góðu
 
Kveðja
Thelma

4 comments:

 1. mmmmmmm þessa mun ég prófa bráðlega :)

  ReplyDelete
 2. hvernig karamellusíróp er þetta? :) hvar fæ ég svoleiðis?

  ReplyDelete
 3. Það er hægt að nota íssósu karamellu sem fæst í öllum matvörubúðum og svo er til organic karamellusíróp í krónunni en það er frekar dýrt. Stundum er líka til í Kosti í svona stórum umbúðum en hefur ekki verið til lengi.

  ReplyDelete