expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Saturday, January 19, 2013

Súkkulaðimess með sykurpúðum og pecan hnetum

Oh My! þessar bollakökur eru sannkallaðar kaloríubomur, en hverjum er ekki sama??? Ég skal lofa því að hver munnbiti er algjörlega þess virði. Þessar eru flottar á borði við hvaða tækifæri sem er og maður getur leikið sér aðeins af því hvernig maður vill bera þær fram eða skreyta.

Þær eru alveg tilvaldar í barnaafmæli þar sem mörgum börnum finnast sykurpúðar hið mesta lostæti!


SúkkulaðiMess!


Innihald

156 gr. hveiti
½ tsk. Matarsódi
¼ tsk. Salt
120 gr. smjör við stofuhita
280 gr. sykur
2 egg
2 tsk. Vanilludropar
180 ml. Mjólk
60 gr. dökkt kakó

1. Stilltu ofninn á 180°C hita og raðaðu ca. 20 bollakökuformum á ofnplötu
  2. Blandaðu saman hveiti, matarsóda og salti í skál og settu til hliðar.
   3Hrærðu smjörið þangað til það er orðið mjúkt bættu svo sykrinum saman við og hrærðu á meðal hraða saman. Bættu eggjunum saman við einu í einu og hrærðu vel saman.
4.       Blandaðu vanilludropunum og mjólkinni saman í bolla.
5.   Blandaðu hveitiblöndunni og mjólkurblöndunni saman við til skiptist, smá og smá í einu og hrærðu vel á milli. Skafðu skálina vel að inna og hrærðu örlítið lengur til þess að blanda öllu vel saman.
6.       Bættu kakóinu saman við og hrærðu vel saman á lágum hraða.
7.       Settu deigið í bollakökuformi og reyndu að fylla þau ekki meira en 2/3. Bakið í ca. 20 mín.
8.       Kældu kökurnar alveg áður en þú setur kremið á.



Súkkulaði-rjómaostakrem
60 gr. smjör við stofuhita
250 gr. rjómaostur við stofuhita
500 gr. flórsykur
1 – 2 tsk. Vanilludropar
200 gr. bráðið súkkulaði
1 msk. dökkt kakó

Til skrauts
100 gr. síðusúkkulaði
40 gr. smjör

1.       Hrærðu smjörið og rjómaostinn saman þangað til blandan verður mjúk.
2.       Bættu flórsykrinum saman við jafnt og þétt og hrærðu vel á milli. Bættu við vanilludropunum.
3.       Blandaðu saman við brædda súkkulaðinu og kakóinu og hrærðu vel. Skafðu hliðar skálarinnar vel og hrærðu í ca. 2 mín.
4.       Sprautaðu kreminu á kældar kökurnar, skreyttu með mini-sykurpúðum, bræddu saman suðusúkkulaði og smjör saman og heltu yfir sykurpúðana, skreyttu með skornum pecanhnetum.


Þessi uppskrift er einnig á heimasíðu gott í mattinn og þar er auðvelt að láta síðuna reikna út fyrir sig aukið magn, t.d. ef þú vilt tvöfalda eða þrefalda uppskriftina. 

Munið að með allar bollaköku uppskriftir er einnig hægt að gera kökur og þá er yfirleitt nóg deig í 2 meðalstór form og svo er kreminu skellt á milli og ofan á og skreytt af vild :)

Verði ykkur að góðu!

Kveðja
Thelma



No comments:

Post a Comment