expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Thursday, July 4, 2013

3 ára afmæli Hildar Emelíu, AKA Sollu Stirðu mini


Við erum svo ótrúlega heppin að hafa eignast góðvinina Sollu Stirðu og Íþróttaálfinn. Í febrúar þegar Kristófer Karl varð 4 ára komu þau bæði í afmælið hans og vöktu mikla lukku. Solla kom svo í heimsókn til okkar í síðustu viku í tilefni 3 ára afmælisins hennar Hildar Emelíu. Svipurinn á Hildi var priceless þegar hún sá Sollu standa inn á miðju stofugólfinu hjá okkur. Hún var ekki lengi að bjóða henni inn í herbergið sitt, skellti latabæjarhátíðardisknum í og dansaði við Sollu við allan diksinn! já hver einasta lag og ég mamma mátti sko ekki lækka í græjunum. Hún var með stjörnurnar í augunum og þær tóku lagði saman.....hún hefur verið syngjandi síðan þá! Kristófer var líka hæst ánægður með Sollu sín.

Hversu frábær er hún Unnur að koma til okkar og dansa og syngja með börnunum mínum eins og ekkert væri eðlilegra inn í herbergi í rúman 1.5 klst. 

Við ELSKUM hana...já og Mr. Handsome líka :)


Þau tóku dansinn.....já og í góða klst!






Svo var prinsessu afmæli síðastliðinn sunnudag....mikið fjör og mikið gaman!


Kristófer lifði sig inn í afmælissönginn, reyndar er afmælissöngurinn uppáhalds lagið hans! hahaha



Hildur fékk Sollu Stirðu búning frá Mörtu og Maríönnu frænkum sínum. Hann sló heldur betur í gegn og var hún með tónleika í klst. út í garði, já og greinilega búin að læra nokkur dansmove frá Sollu vinkonu sinni.



Litli Íþróttaálfurinn minn og Solla stirða.



Elsku besta mamma mín og systir


Hildur var svo þreytt eftir tónleikana sem hún hélt í garðinum að hún sofnaði í fanginu hjá Mörtu sín

Ég er svo heppin að eiga svona frábærar ömmur sem líta út eins og unglömb! þær eru líka snillingar í eldhúsinu.


Afi Kalli hress.

Þangað til næst

Kveðja
Thelma

No comments:

Post a Comment