Hérna er uppskrift af minni uppáhalds Mexíkó- kjúklingasúpu sem er snilld svona eftir jólin.
Hún kemur frá ömmu Stínu, hún er ekki amma mín og
ekki amma barnanna minna né mansins míns en hún er frænka þeirra, en hún er
samt amma, bara ekki amma okkar. Æj þetta er kannski of flókið fyrir venjulegan
mann að skilja.....en allavega súpan er rosalega góð og þegar það er svona
kuldalegt og dimmt úti finnst mér ekkert betra en að fá góða súpu. Súpur eru
líka svo léttar og góðar í matinn og ekki veitir okkur af að hafa súpur í matinn núna svona eftir jólin þegar maðurer búinn að éta á sig gat. Það sem mér finnst best við það að hafa súpur í matinn er
að eiga afgang daginn eftir....og jafnvel daginn eftir það! hún verður bara
betri og þvílíkur lúxus að þurfa ekki að elda daginn eftir, bara taka pottinn
úr ísskápnum og skella okum á helluna, LOVE IT! Ég lofa ykkur því að þið verðið
ekki svikin af þessari súpu. Ég hef smakkað ótal margar tegundir af Mexikósúpu
og þessi slær öllum þeim við til samans....og mér er dauðans alvara.
Vona að þið prófið hana því þið eigið eftir að elda hana aftur og aftur og aftur....
Njótið!
Thelma
Linkurinn virkar bara inn á uppskrifta valmyndina hjá Gottimatinn.is í hvaða flokki er súpan?
ReplyDeleteHæ, ef þú ferð inn á gott í matinn og klikkar á nafnið mitt sem er vinstra megin á síðunni þá koma upp öll bloggin mín hjá þeim og bloggið heitir jólabakstur og mexikósk kjúklingasúpa. Ég fer beint inn á linkinn þegar ég smekki á linkinn hér að ofa?
ReplyDelete