expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, May 27, 2016

Appelsínumús

Þessa uppskrift gerði ég fyrir síðasta Nóa Siríus bækling. Þeir sem eru hrifnir af appelsínusúkkulaði eins og ég eiga eftir að elska þessa appelsínu-súkkulaðimús! 

Snilld á veisluborðið eða í saumaklúbbinn, fljótlegt og gott.
Appelsínusúkkulaðimús með möndlum

Fyrir 8 – 10
Hráefni

Súkkulaðimús
400 ml rjómi
300 g appelsínu konsum súkkulaði
4 egg
120 g sykur
2 msk appelsínubörkur
2 msk appelsínusafi

Toppur
Rifinn appelsínubörkur
Grófsaxaðar möndlur

Aðferð
Súkkulaðimús
Saxið súkkulaði  gróflega niður og sejið í skál. Hitið 200 ml af rjóma þar til hanns sýður, hellið honum yfir súkkulaðið og látið standa þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg. Hrærið rjómann og súkkulaðið vel saman. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Þeytið restina af rjómanum, 200 ml og blandið saman við eggjablönduna ásamt súkkulaðinu.  Bætið því næst appelsínuberki og safa saman við og hrærið varlega með sleif svo músin falli ekki. Setjið músina í glös og kælið í rúmar 2 klst. Geymist í kæli þar til borin er fram.

Toppur
Rífið appelsínubörk og grófsaxið möndlur og setjið ofan á súkkulaðimúsina. 


Njótið
Thelma

No comments:

Post a Comment