expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Sunday, February 17, 2013

Romm Rúsínu Ís


Romm rúsínurnar frá H-berg eru búinar að vera mjög vinsælar á mínu heimili og var ég sérstaklega beðin um að gera einhverja uppskrift sem inniheldur romm rúsínur. Fyrir jólin gerði ég hafraklatta með rommrúsínum og hvítu súkkulaði sem sló svo heldur betur í gegn! 

Hérna er næsta tilraun heimilisins að uppskrift sem inniheldur romm rúsínurnar góðu, ÍS!



Romm Rúsínu Ís

6 egg
6 mks. sykur
7 dl. rjómi 
3 tsk. vanilludropar
170 gr. púðursykur 
200 gr. Romm rúsínur frá H-berg (þær eru hjúpaðar með hvítu súkkulaði)

Þessi uppskrift er rúmlega 2 til 2.5 líter af ís, auðvelt að helminga uppskriftina fyrir minna magn.

1. Þeytið eggjarauðurnar og sykruinn saman þangað til blandan verður ljós og létt.
2. blandið púðursykrinum varlega saman við.
Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við ásamt romm rúsínunum (ég skar þær til helminga)
3. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim saman við ásamt vanilludropunum. 
4. Setjið í box eða kökuform ef þið viljið gera ístertu og frystið í rúmlega 5 klst.  Gott með rjóma.

Verði ykkur að góðu!



Set svo inn fljótlega uppskriftina af romm rúsínu smákökunum góðu!

Kveðja
Thelma

No comments:

Post a Comment