expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Monday, September 16, 2013

Morgunboost Mr. Handsome


Mr. Handsome var að gera tilraun með þetta gómsæta boost. Hrært skyr, frosin jarðaber, banani, dass af appelsìnusafa, klakar og síðast en ekki sìst H-Berg hnetusmjör. Jarðaberjaprotein væri einnig góð viðbót.Morgunboost Mr. Handsome

Uppskrift

250 gr. hrært hreint skyr.is er best
1/2 banani
10 frosin jarðaber (lítil)
4 matsk hnetusmjör
4 klakar
75-100 ml. hreinn appelsínusafi (fer eftir hversu þykkt boostið á að vera)

allt sett saman í blandara og blandað vel saman. Gott er að gera boostið kvöldið áður og geyma inn í ísskáp í blandarakönnunni. Henda klökunum saman við um morguninn og setja í glas til að taka með sér í bílinn. Eða það gerir allavega Mr. Handsome!

Kveðja
Thelma og Mr. Handsome

2 comments:

  1. Funky kombó, langar að smakka :)Ein spurning, af hverju 4 msk af hnetusmjöri, er það ekki mikið? Man allavega eftir því að hafa lesið að tvær msk af hnetusmjöri sé eitt "serving".

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já það þarf kannski að taka það fram að Mr. Handsome eru heilir 203cm ! svo hann þarf kannski meira en venjulegt fólk hahahahha. En hann segir að um að gera að setja aðeins minna af hentusmjöri og þá meira af jarðaberjum eða bæta próteindufti saman við fyrir þá sem vilja.

      Delete